Áróðursbragð

Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá fara samningar ekki einungis fram á fundum sendinefndanna. Hollensku og bresku sendinefndirnar hefðu ekki boðið betri kjör ef þeir teldu sig ekki þurfa á því að halda. Nú ætla þeir að fara áróðursleiðina með hjálp fjölmiðla og munu gera sitt besta til þess að sýna fram á óbilgirni Íslendinga. Bretar og Hollendingar eru smeykir við þjóðaratkvæðageymsluna, enda gæti hún sýnt umheiminum fram á að þegnar þjóðlands ætla sér ekki að taki því þeigjandi að vera kúgaðir til hlýðni af utanaðkomandi öflum.

Íslenskir þegnar hafa til þessa haft litla vörn í málinu, alltjent hafa stjórnvöld lengst af brugðist skyldu sinni í að halda uppi vörnum fyrir skattborgara þessa lands, allt frá upphafi þessa ógæfumáls. Staða stjórnvalda í Hollandi sérstaklega, en einnig í Bretlandi, er veik en fulltrúar þeirra eru samt sem áður meðvitaðir um fá sem mest út úr þessum samningum og varðar í raun lítið um lög og rétt í þeim efnum. Þeir eru t.d. vanir því að starfa í skjóli valds síns og áhrifa, sem sumir kynnu að kalla einhvers konar raunsæi en er í raun lýsing á því þegar lítill aðili þarf að beygja sig fyrir stórum í alþjóðasamskiptum.

Íslensk stjórnvöld þurfa að átta sig á styrk sínum í þessu máli, sem hvílir á alla vega þrennu; Í fyrsta lagi lagalegri stöðu, í öðru lagi að íslensk þjóð vill ekki láta kúga sig og í þriðja lagi að með því að halda baráttu sinni til streitu þá kann hún að setja fordæmi í því hvernig takast á við stærri þjóðir. Stjórnvöld, með Steingrím Joð í broddi fylkingar, hafa verið varkár í yfirlýsingum sínum, sem kann að koma okkur til góða - en þó hefur maður á tilfinningunni að hugur þeirra sé ekki nægilega mikill. Þetta skynja bresk og hollensk stjórnvöld einnig en þau hafa til þessa vonast eftir að þeirra vondi málstaður myndi leiða til nýs samnings á grunni tilboðsins frá því fyrir nokkrum dögum.

Þrátt fyrir að tafir verði enn á afgreiðslu þessa máls, þá er þjóðaratkvæðagreiðslan vatn á myllu málstaðs Íslendinga, því með henni er sett fordæmi sem hinn vel varði heimur alþjóðasamskipta er ekki vanur að horfast í augu við. Í því liggur vörn Íslands, að fara ótroðnar slóðir í viðleitni sinni til þess að verjast kúgun hollenskra og breskra stjórnvalda.


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vel mælt.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 01:22

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þessari greiningu

Sigurður Þórðarson, 26.2.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Ólafur Als

Þakka ykkur innlitið og athugasemdir - ávallt skemmtilegt að heyra í Húnvetningum, hvar á landi sem þeir búa ...

Ólafur Als, 26.2.2010 kl. 02:49

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

(-: (-: (-:, Góða predikunargenið á fullu,fagna því.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband