Fábjánatalningin

Hver veit nema Þráinn Bertelson hafi höggvið eilítið nærri þegar hann sagði 5% þjóðarinnar vera fábjána. Að vísu virðist hann hafa ýkt ástandið, því skv. fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni eru innan við 2% sem exuðu við JÁ. Ekki geri ég nú ráð fyrir að Þráinn hafi fylgt þessum innan við 2% að ráðum, hann verður því að teljast til þess hóps Íslendinga sem vart munu kallaðir fábjánar.

Forsætisráðherrann lét ekki svo lítið að sjá sig á kjörstað og því er enn óvíst um í hvorn flokkinn hún lendir; fábjána eða ekki fábjána. Fjármálaráðherra er sposkur yfir þeim hópi fábjána, sem þó mættu á kjörstað, en ekki útséð um í hvorn flokkinn hann fellur. Aðrir virðast ánægðir með það hve þjóðin virðist hafa fáa fábjána innan sinna raða.

Hið ömurlega sýnist manni þó vera, að sumir muni gera lítið úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir hinir sömu munu grafa sér pólitíska gröf til framtíðar. Fram að því að þeirra pólitíska aftaka fer fram verður maður að vona að ekki verði skemmt meira fyrir framtíð þessa lands en orðið er.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er augljóst að Þráinn þarf að endurskoða talninguna hjá sér. Hann hefur ruglast einhvers staðar.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ólafur,  góðar athuga semdir.  En það liggur á með aftökunna, því við erum betri stjórnlaus en svona. 

Hrólfur Þ Hraundal, 6.3.2010 kl. 22:36

3 identicon

Þráinn hefur líklega talið sjálfan sig tvisvar.  Enda er hann umskiptingur sem einu sinni skrifaði vandlætingargreinar um þá sem væru á tvöföldum launum hjá ríkinu.  En nú þykir honum sjálfsagt að vera á þingmannalaunum og svokölluðum heiðurslaunum listamanna.  

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:38

4 Smámynd: Ólafur Als

Það er margt skrítið í kýrhausnum, gott fólk. Já, Hrólfur, ekki er það gott ástandið en ég óttast ekki einasta að búa enn um sinn við ónýta valdhafa, það á enn eftir að halda uppi vörnum fyrir heilbrigðri frjálshyggju; frelsi með ábyrgð - svona upp á gamla, góða mátann, í stað draumsýnar um skandinavískan lýðræðissósíalisma. Ég trúi því að þessi þjóð geti svo miklu meira en að stefna að þeim andans feigðarósi.

Ólafur Als, 6.3.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

En eru þið ekki að gleyma þeim sem heima sátu... þar gætu hin 3% verið. Annars er þetta glæsileg niðurstað sem er að koma í fyrstu tölum. Hrólfur ég er sammála þér í að það verður að stoppa allt framhald gert af núverandi Ríkistjórn. Hún þarf að standa við stóru orðin sín núna sem voru að hún myndi víkja ef að þessi samningur sem þjóðin er að fella sýnist mér í fyrstu, þó ekkert er endanlegt fyrr að talningu lokinni. En víkja verður hún það er ljóst.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.3.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband