Friðardúfurnar skildar eftir heima

Væntanlega hefur maðurinn haft frá fleiru að segja en þessu og hver veit nema innihald hans orða kristallist ekki einungis í slagorðum um dauða heilla þjóða. Andspænis hatri sem birtist í slagorðum mannfjöldans stendur Ísrael óhaggað og hefur mátt klæðast herklæðum til þess að verja tilverurétt sinn. Hvenær mun hatrinu linna? Er von til þess að Arabar og Gyðingar geti átt samskipti undir fána friðar og sátta? Eflaust ekki í bráð. Ekki á meðan milljón manns kyrjar dauðasöng yfir Gyðingum og bandamönnum þeirra, Bandaríkjamönnum. Manni er verulega brugðið.

mbl.is Nasrallah ávarpaði sjíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Það er náttúrulega eitthvað mikið að, meðan svona hatur þrífst hjá heilum trúarflokki, gæti ekki séð svona fyrir mér hjá trúarhátíð kaþólikka. Það er viðhorfið hjá þessu fólki sem virðist viðhalda ófriðnum og maður sér engan frið framundan, þar sem þetta hatur á að rekja að miklum hluta úr trúarbrögðum þeirra. Þá tala ég aðallega um gyðingahatrið.

Sigurður Árnason, 19.1.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Ólafur Als

Óskar;

eins manns glæpur afsakar ekki annars manns glæp - að öðru leyti er ekki úr vegi að kynna sér söguna og það hvernir PLO fékk að starfa í friði, skipuleggja árásir á Ísrael og senda flugskeyti þangað - stundum úr miðjum íbúðahverfum eða jafnvel í vari við sjúkrahús. Mundu, Óskar, að þetta viðgekkst árum saman. En hvað finnst þér um söng milljóna manna annars, þar sem menn kalla dauða yfir þjóðir?

Ólafur Als, 19.1.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband