Vonandi blessast þetta allt saman

Það er vonandi að þetta mál fái farsælan endi fyrir manninn og hans fjölskyldu. Reyndar eru mál af þessu tagi ekki mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum - t.d. ekki jafn mikið og í sumum nágrannaríkja okkar. Ásókn flóttamanna af alls kyns tagi virðist manni ekki mikil til Íslands. Þrátt fyrir velferð hér þykir mörgum of kalt enda aldir upp við annað loftslag - sem virðist skipta máli í aðlögun á nýjum stað. Meira að segja í Skandinavíu þykir mörgum innflytjendum of kalt. Hafa og ekki all margir útlendingar sem hingað hafa komið í gegnum árin, s.s. af Balkanskaga og frá Víetnam flust af landi brott eftir að tekið var á móti þeim hér með pompi og pragt? Ég geri ráð fyrir að "brottfallið" sé mun meira hér á (frá) landi en víða annars staðar.

Hvað mál Ramsesar varðar er nokkuð sérstakt að kona hans hafi fengið að vera hér óáreitt en í andstöðu við lög og reglur. Er það eftirsóknarvert? Hún á griðastað í Svíaríki en fær að vera hér upp á náð og miskunn, væntanlega embættismanna. Þetta mál er nokkuð lýsandi fyrir okkur Íslendinga - all margir leggja mikið á sig og setja miklar tilfinningar í það en þess á milli heyrist vart hljóð úr skrokki. Ekki svo að skilja að ég sé að setja út á þá sem hafa haldið málinu á lofti. En e.t.v. á dómsmálaráðherra lof skilið í þessu máli en fyrst og fremst vona ég að Ramses og fjölskylda fái viðunandi úrlausn mála.


mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki verið að rekja sögusagnir um griðastað hennar í Svíþjóð. Þ.e. hún átti ekki endurkvæmt þangað og þess vegna fór þetta á þennan veg? Þekki ekki söguna jafn vel og margir aðrir en mér þykir sjálfsagt að veita fólki hæli frekar en að senda það út í opinn dauðann. Svo má benda á það að sonur Ramses er Íslendingur.

Guðný (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Ólafur Als

Ekki fæ ég séð að drengurinn litli sé Íslendingur, þó svo að hann verði það mögulega síðar. Ekki liggur fyrir opinn dauði Ramsesar í heimalandi sínu þó svo að hann ætti mögulega erfitt með heimkomu. Sýnt er að nokkurrar histeríu hafi gætt í þessu máli en ég verð að segja að íslensk yfirvöld hafi í annan stað verið afar þolinmóð gagnvart konunni og í hinn staðinn einkar eftirgefanleg hvað karlinn varðar. Líklega er þetta hið vænsta fólk - þó svo að þau hafi verið nokkuð útsmogin í þessu máli - og ég óska þeim öllum þremur velfarnaðar um ókomna tíð, hvort heldur á Íslandi eða í öðru landi.

Ólafur Als, 26.8.2008 kl. 20:32

3 identicon

http://visir.is/article/20080826/FRETTIR01/611657993

Sonur þeirra er ekki Íslendingur fyrir fimmaura frekar en að ég sé Reykvíkingur þó að ég sé fæddur þar og uppalinn fyrstu 2 daga lífs míns. Það er EKKERT sem bendir til þess að hans bíði opinn dauði í Kenýa nema hans eigin orð en aftur á móti bendir MARGT til þess að hann sé að ljúga eða í besta falli ýkja verulega.

Baldur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband