Þegar fólk kann ekki að skammast sín

Þetta frumvarp er minnisvarði um aumt siðvit og lítilmannlega hugsun fólks sem kann ekki að skammast sín. Mánaðarvinna stjórnarmeirihlutans hefur gefið af sér uppsagnarbréf embættismanns. Þjóðin situr uppi með illa grundað lagafrumvarp, sem sækir hugmyndafræði sína m.a. í pólitískar hreinsanir. Afgreiðsla þessa frumvarps er til marks um svikin loforð þessarar ríkisstjórnar og hve ein þjóð virðist reiðubúin til þess að láta teyma sig á asnaeyrunum.

Að vísu virðast margir sáttir við þennan gjörning, því fyrrnefndur embættismaður hvílir sem mara á sálarvitund þeirra. Illmælgin, rógurinn og formælingar þessa fólks í garð mannsins ættu að duga því nokkra stund, eða fram að næsta einstaklingi, sem það er reiðubúið að aflífa. Þetta er fólkið sem hrópar nú hátt eftir nýju Íslandi. Ef hugmyndafræði svona fólks á að ráða för hér á landi á næstu misserum er víst að friður mun ekki ríkja til hagsældar og uppbyggingar á Íslandi.


mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona svona..

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Ólafur Als

Já, Hilmar - manni er niðri fyrir þessa dagana.

við stjórnvöld er fólk sem klæðist búningi sátta en fer fram með offorsi og fláráðum. Á Íslandi ættu menn að reyna að byggja brýr, í stað þess að kljúfa samfélagið og ala á úlfúð og sitja að svikráðum. Svona sé ég nú hlutina fyrir mér þessa dagana - en mestu vonbrigðin eru með alla þá sem hafa um skeið kallað hátt og snjallt eftir nýju siðferði og nýjum starfsháttum.

Ólafur Als, 26.2.2009 kl. 19:12

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei nei, núna förum við í brúarsmíðina og mig grunar að siðferðið í stjórnmálunum eigi eftir að færast skör ofar.

Maður bindur auðvitað vonir við nýjar og breyttar áherslur í flokkakerfinu, og að stefnt verði að því að auka lýðræðið í landinu.

Við verðum að vona að eitthvað gott komi út úr þessu öllu.

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hrillilega flott blogg hjá þér, sagðir alveg huga minn !

Kveðja til þín og ósk um þig sem bloggvin,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 26.2.2009 kl. 19:26

5 Smámynd: Ólafur Als

Tvennt er að þeirri hugmyndafræði sem otað er að fólki þessa daganu um nýtt Ísland og þeim sem hrópa hæst um þessi mál:

1) Of mikið færst í fang, sem verður til þess að of margir vilja ekki taka þátt eða finna að sér vegið - ekki ósvipað og þegar sett var fram slagorðið um reykingalaust Ísland árið 2000. Að bæta stjórnarskrána er gott og þarft verk, sem mun drukkna í rauðvínsostadraumi um nýtt lýðræði

2) Þeir sem kalla hæst og boða mest eru fulltrúar skandinavisma, menntaelítu og meginlandshugsunar - þeir boða lýðræði með kratískum áherslum, gervifágun meginlandsbúans, jafnvel leiðindum þess konar jafnaðar sem verðlaunar meðalmennsku.

Ólafur Als, 26.2.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Ólafur Als

Vertu velkomin, Inga Lára - vonandi verðum við ekki einungis í skjallbandalagi. Sem dæmi má nefna að ég hef um nokkurt skeið lagt upp með að Davíð hefði átt að segja starfi sínu lausu fyrir nokkru til þess að skapa betra andrúmsloft fyrir sinn gamla flokk.

Ólafur Als, 26.2.2009 kl. 19:32

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er þér alveg sammála og mér er alveg farið að ofbjóða á hvaða plan þjóðin og pólítíkin er komin. Ég er líka sammála þér að ég held að margt hefði farið öðruvísi ef Davíð hefði sagt af sér strax í október. Þá átti yfirmaður fjármálaeftirlits, seðlabanka og viðskiptaráðherra að segja af sér strax. Stjórnin átti að biðjast auðmjúklega afsökunar. Hitt er annað mál að þetta fíaskó í þinginu síðustu daga er herfilegt og grátbroslegt að sjá alla þá sem emjuðu eftir auknu þingræði og minna ráðherraræði snúa við blaðinu nú er það snýr að þeim. Þetta er allt vita vonlaust lið. Nú hengjum við bakara fyrir smið vegna þess að við teljum hann ömurlegan rafvirkja o.s.frv. Getum við farið að róa okkur svolítið og snúa bökum saman sem þjóð? Er það til of mikils mælst?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2009 kl. 19:47

8 Smámynd: Ólafur Als

Adda, sem stendur er óbragð í munninum á mér. Maður missir í raun trúna á að eitthvað gott geti komið fram, þegar hugmyndafræði hefnda, illmælgis og lýðskrums er tekið við - og svo klappar þetta lið á öxlina á hvort öðru og er ánægt með sig. Er nema von að maður vilji kast upp!

Ólafur Als, 26.2.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband