Vanhæf ríkisstjórn?

Nú, þegar mótmælaspjöldin rykfalla í geymslum og kjöllurum VG verður að segjast að nokkurn slagkraft vantar í mótmælin - enn sem komið er. Það var annars prýðisgóð mæting í dag en til þess að enn fleiri mæti að viku liðinni verður að sameina krafta ólíkra hópa. Þessa dagana er stjórnarmeirihlutinn að undirbúa undirskrift landráðasamninga. Þjóðin er að stórum hluta orðin þreytt á umræðunni um Icesave-samningana og á þau mið róa stjórnarliðar. Lítill en kröftugur hópur hefur haldið uppi vörnum í málinu en það eru fleiri sem gjarnan vildu láta til sín taka í því máli. Sumir þeirra eiga e.t.v. bágt með að taka undir sum slagorð þeirra sem boðuðu til fundarins í dag.

Sumar kröfur hagsmunasamtaka heimilanna þykja mér nefnilega ganga of langt. En hugurinn að baka þeirra baráttu er skiljanlegur og snertir lífsafkomu þúsunda Íslendinga. Stjórnvöld virðast ekki hafa nokkurn skilning á högum þúsunda fjölskyldna og loforðin um skjaldborg heimilanna er til marks um stjórnvöld telja sig geta komist upp með innantóm loforð. Þeirra hugur stendur til þess að vinna eftir forskrift tiltekinna stjórnmálaviðhorfa; annars vegar að koma okkur inn í sæluríkið á meginlandi Evrópu og hins vegar að festa í sessi skattakerfi öfundarinnar.


mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þó svo að kröfur eins og greiðsluverkfall sé ekki endilega eitthvað sem höfðar til allra þá eru það sterk skilaboð. Ég er í varastjórn samtakanna og er eins og margir i samfélaginu efins með slíkar kröfur þar sem ég er skíthræddur við vanskilaskrá enda ekki alinn þannig upp. En sumir eru ekki bara komnir út í horn með sín mál. Fjöldi fjölskylda standa einfaldlega fyrir því að velja á milli þess að borga lánin eða setja mat á borð fyrir sína fjölskyldu. Eitt er víst að þeir sem standa fyrir þessum kröfum og berjast fyrir þeim vita að það þýðir ekki neitt að halda áfram að tala,tala,tala,tala,tala og blaðra....okkur vantar samstöðu og sterkar aðgerðir svo á okkur verður hlustað.

Haraldur Haraldsson, 28.11.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Ólafur Als

Ágætlega sagt, Haraldur. Mér er umhugað um að sameina kraftana en mér sýnist (!) sem menn hafi svo ólík markmið. Ég t.d. berst helst gegn Icesave og því að láta rota mig frá vinstri, eftir kjatfshöggið frá hægri. Eins er mér í huga að setja ekki fram svo háleitar og hástemmdar kröfur að ekki verði hægt að vinna þeim fylgi - að kröfugerðin sé raunhæf, er annar vinkill ... en á Austurvöll fór ég í dag og vonandi sjá fleiri sér fært að mæta að viku liðinni.

Ólafur Als, 28.11.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ólafur,

það er verst að það verður að öllum líkindum búið að samþykkja Æsseif næsta laugardag.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband