Ósammála Joly ... lítillega.

Það er ekki ofsögum sagt, að þessi kona er okkar öflugasti talsmaður á erlendri grund. Ekki veit ég hvaða áhrif hún hefur í raun á afstöðu ráðamanna úti í heimi en málflutningur hennar sýnir ekki einungis góðan vilja hennar í okkar garð, heldur all góðan skilning á eðli málsins. Hins vegar get ég ekki tekið undir orð hennar um að Norðmenn, samlandar hennar, skuldi Íslandi lánveitingar án skilyrða. Það er gott að blóðið renni henni um skyldurætur en sjálfur hef ég ekki áhuga á lánafyrirgreiðslum frá norskum stjórnvöldum, sem við þurfum ekki að gera grein fyrir. Ef ekki væri annað, þá rýrir það gildi þeirra fjármuna.

Þessu til viðbótar vil ég hrósa yfirvöldum fyrir að sýna sáttarhug og vilja til þess að sameina alþingi og vonandi þjóðina einnig. Svo virðist sem Jóhanna og Steingrímur hafi látið undan þrýstingi, sem þau hljóta að hafa orðið vör við á meðal fólks - en einnig hljóta þau að hafa gert sér grein fyrir breyttum tóni í umræðunni erlendis. Eva Joly hefur staðið framarlega í flokka sveitar sem hefur reynt að kynna málstað okkar í fjölmiðlum og víðar erlendis. Stjórnvöldum, íslenskum, virðist hafa verið mislagðar hendur í að kynna sama málstað hjá ráðamönnum ýmsum - enda hafa þau til þessa haft brenglaða sýn á það hvar þeir hagsmunir lægju.

Batnandi ríkisstjórn er best að lifa. Hún getur þakkað það, m.a. Evu Joly, sem er haukur í horni okkar Íslendinga. En skilyrðislausar lánveitingar - aðrar en frá Færeyjum (!) - vil ég ekki sjá enda þurfum við vonandi ekki á slíku að halda. Það kennir okkur ekki að fara vel með fé.


mbl.is Joly: Norðmönnum ber að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við þurfum væntanlega ekki annað en vilyrðin til að beygja AGS. Ef við fáum einhver slík framhjá þeim og gefum í skyn að við viljum losna við þa´, þá fara þeir kannski að láta að stjórn. Allt slíkt eru tromp á hendi, sama hvernig þau eru.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband