Drepfyndinn stćkkunarstjóri - húmorslausir landar

Pierre Lellouche lýsir ţví hátíđlega yfir ađ Íslendingar verđi ekki ţvingađir til neins. Hvernig á ađ bregđast viđ yfirlýsingu af ţessu taginu? Á mađur ađ ţakka fyrir sig ... eđa, fyrir hönd ţess fjórđungs ţjóđarinnar, sem vill inn í Evrópuréttina, skćla? Ađ vísu munar Evrópusambandinu ekki um ađ hóta Íslendingum alls kyns ţvingunum og ofbeldi ţegar fćri gefst, sbr. Icesave og veiđar á flökkustofnum sem leita inn á Íslandsmiđ.

Stćkkunarstjóri ESB, Stefan Füle, virđist fara međ gamanmál ţegar hann segir skorta hlutlausar upplýsingar um ESB og stjórnmál ţess - vćntanlega á Íslandi. Vitanlega er ţađ svo ađ fjölmargir eru ánćgđir međ störf ESB víđa um lönd; Danir t.d. eru yfir sig ánćgđir međ dvöl sína ţar inni, svona til stađfestingar á ađ ţeir tilheyri kjarna Evrópu. Ţeir horfa framhjá göllum stjórnsýslunnar innan sambandsins, fá reyndar fáar upplýsingar ţar ađ lútandi frá afar ESB-hollri fjölmiđlun ţar í landi og víđar í Evrópu.

Evrópusambandiđ heldur uppi öflugri PR-deild sem sér til ţess ađ fjölmiđlar birti ekki of margar neikvćđar fréttir af málum ţar inni. Ţađ er ekki fjallađ um ofurlaunin og fríđindin sem fylgir ţví ađ sitja á ţingi ESB né ađ vera á međal háttsettra embćttismanna. Ţau fara ekki hátt öll mistökin í stjórnsýslunni, viđ stjórn efnahagsmála, framleiđslu í landbúnađi og stjórnun fiskveiđa, svo nokkuđ sé taliđ. Hćkkun launa ţeirra og fríđinda um síđustu áramót í miđri kreppu, hvar embćttismenn ađildarríkjanna tóku víđa á sig launalćkkanir, var lítiđ í umrćđunni enda var hún samţykkt möglunarlaust.

Evrópusambandiđ hefur um nokkurt skeiđ kostađ áróđur hér á landi en fyrir dyrum stendur ađ auka ţá starfsemi. Ţeir kalla ţađ eflaust, líkt og stćkkunarstjórinn, ađ miđla hlutlausum skođunum. Og svo er til fólk sem segja ađ embćttismenn kunni ekki ađ fara međ gamanmál. Verst er ţó ađ til er hópur fólks hér á landi sem telur ţetta grín embćttismanna ESB vera alvörumál. Hvađ á ađ segja um slíkan hóp annars vel hugsandi manna; karla og kvenna? Ađ ţeir ţjáist af skorti á húmor? 

 


mbl.is Gćtu „tekiđ Noreg á ţetta"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband