Valdataka - taka tvö

Eflaust má likja valdatökunni við sápu af einhverju tagi. Hún er jafnvel eilítið brosleg - fyrir suma væntanlega sorgleg. Undir flestum kringumstæðum hefði ég fagnað að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að stjórn borgarinnar og ætla ég að leyfa mér að halda þeirri skoðun minni þar til annað kemur í ljós. Það vakti t.d. ánægju hjá mér að fyrirhugaðar skattahækkanir REI-listans eru blásnar af borðinu. Einnig er von á að skipulagsmálin fái athygliverða afgreiðslu og samgöngumálin eru tekin úr höndin anti-bílistanna. Ólafur er nú ekki sá mest spennandi í pólitíkinni, gott og vel, en svo fær Villi að klára dæmið, stoltur, og getur afhent öðrum forystukeflið fyrir næstu kosningar. Ætli verði ekki forvitnilegast að sjá hvernig spunameistarar hinna ólíku flokka afgreiða þessa valdatöku Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra í borginni.


mbl.is Nýr meirihluti kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er að spá Óli, var ekk fyrrverandi að samþykkja Sundabrautina í göng? Villi kolla hafði ekki rænu að kýla á það þó hann ætlaði að láta það vera sitt fyrsta verk. Svo fáum við meira af þessum naive hugmyndum frá Gísla um að allir eigi að fara að hjóla.  ljósi punkturinn er að við fáum að bloga um fleiri afglöp villa kollu. Annars á að kjósa aftur, þetta rugl var ekki það sem kosið var í síðustu kosningum . Í það minnzta  var ekki verið að kjósa langveikan mann sem borgarstjóra með lítið fylgi, þetta heitir að nauðga lýðræðinu.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Ólafur Als

Steini, ekki vera svona sár yfir valdatöku nr. tvö - hver veit nema lægri fasteignagjöld í Reykjavík hafi áhrif í Kópavogi? Reyndar samthykktu allir borgarfulltrúar Sundabrautina í göng en ekki man ég að Villi hafi ætlað að láta það vera sitt fyrsta verk - hér er minnið eitthvað að hlaupa með þig. Annars voru nú Frjálslyndir með meira fylgi en Framsókn, sem vinstri menn í Reykjavík gátu auðveldlega stolið yfir í sængina til sín en verða vitanlega afskaplega hneykslaðir nú er Ólafur F. gerir hið sama og Björn Ingi fyrir rúmum 100 dögum. Kjósa aftur? Veit ekki. Við skulum sjá hvort læknir nr. 2 sé jafn veikur og af er látið - þangað til getur thú haldið áfram að uppnefna fólk og hrópað á torg hneykslan thína - ég mun skemmta mér yfir þeim skrifum þínum, svo er víst!

Ólafur Als, 22.1.2008 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband