Slóvenar yfir í hálfleik

Norðmenn hafa ekki verið sannfærandi í fyrri hálfleik og geta þakkað Ege og Løke að þeir séu ekki fleiri mörkum undir. Slóvenar hafa verið nokkuð frískir og m.a. keyrt nokkur góð hraðaupphlaupsmörk. Jensen spilar ekki með Norðmönnum vegna útilokunar sem hann fékk í gær. Eftir rauða spjaldið, sem hann fékk fyrir afar gróft brot, mótmælti hann freklega útilokuninni við dómaraborðið og uppskar eins leiks bann fyrir ódrengilega framkomu. Slóvenar gætu allt eins haldið áfram að stríða Norðmönnum, sem sakna sterkari innkomu manna á borð við Børge Lund. Ef Ege heldur áfram að verja vel og Løke að standa sig á línunni gætu Norðmenn snúið leiknum sér í hag. Öðrum kosti hafa þeir gefið Króötum færi á að slá sig út úr keppninni um verðlaunasæti annað kvöld.

mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er nú augljóst að Norðmenn geta ekki baun án Ege.  Þeir voru heppnir í gær á móti Pólverjum, þar sem Ege átti stórleik og svo núna er hann að verja vel á móti Slóveníu - en lið Norðmanna er bara þetta slakt.

Annað er að segja um Dani sem eru að spila óaðfinnanlegan bolta með frábærri markvörslu Kaspers hins hvíta. 

Guðmundur Björn, 23.1.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband