Stórfelld kjaraskerðing framundan - komið að skuldadögum

Maður hlýtur að spyrja sig hvort nóg sé komið. Er þetta gengisaðlögunin sem menn hafa rætt um síðustu misserin, eða eru önnur og sterkari öfl í gangi. Nokkur hluti manna hefur reyndar verið iðinn við að tala niður krónuna, s.s. stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og fleiri. Ætli þeim finnist ekki að þessar sveiflur staðfesti orð sín, fremur en að þeir gangist við að hafa talað nidur traust á gjaldmiðlinum, bæði hér heima og erlendis. Traust er jú stór hluti viðskipta og ef stjórnmálamenn, sem í ofanálag sitja í ríkisstjórn, hafa ekki trú á eigin gjaldmiðli er ekki von á góðu.

Hvert stefnir í verðgildi krónunnar? Mun hún halda áfram að falla eða er þessu lokið í bili? Væntanlega ekki en hver veit? Ég hafði spáð því að gengisvísitalan myndi nálgast 150 stigin en með þessum hraða og í ofanálag að fara langt upp fyrir átti ég ekki von á. Eins og margoft hefur verið bent á mun þetta leiða af sér stórhækkað vöruverð inn tíðar og stórfellda kjaraskerðingu. Ef fasteignalánin munu hækka að auki, samfara samdrætti á fasteignamarkaði, er ekki von á góðu. Ef svo verður mun ríkisstjórnin þurfa að taka í taumana og koma í veg fyrir vandræði á þúsundum heimila landsmanna.


mbl.is Krónan lækkaði um 6,97%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband