Hinn önnum kafni leiðtogi

Að svo komnu máli hef ég tvennt um ræðu utanríkisráðherra að segja:

Í fyrsta lagi virðast efnahagsráðleggingar frúarinn bera að einum brunni: Að draga á langinn áhrifin af gengisaðlöguninni og í leiðinni kenna öðrum um eitthvað sem hefur legið fyrir um langt skeið. Vitanlega á ríkisstjórnin að láta ærlegt verðbólguskot ganga yfir landsmenn, vinna með hagsmunaaðilum að því að milda áhrifin en umfram allt að sjá til þess að lánskjaravísitalan fylgi ekki sama lit. Með þeim hætti verður hægt að leggja grunninn að ærlegri uppbygginu að nýju, með frekari orkunýtingu og uppbyggingu henni samfara. Hvað líður t.d. vetnisvæðingunni?

Í öðru lagi opinberast enn og aftur sjálfbirgingsháttur vinstri manna. Ráðherrann á einmitt orð yfir vandræðunum í Reykjavíkurborg og af alkunnri hófsemd og sjálfsgagnrýni sér hún ekki bjálkana í eigin augum fyrir flísum annarra. Að sjálfsögðu dettur ekki ISG í hug að um klæki hafi verið að ræða þegar hún sveik kjósendur í Reykjavík um árið og fór í framboð á landsvísu. Að sjálfsögðu sér hún ekkert athugavert við að hennar fólk komist til valda með klækjum, bara að aðrir geri ekki hið sama. Það tilheyrir ekki upplýstum Íslendingum á 21.öldinni. Stundum áttar maður sig ekki á hvað drífur svona fólk áfram, e.t.v. liður því svona vel þegar það lítur í spegilinn á morgnana.


mbl.is Erfiðar ákvarðanir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband