Heimilin þurfa að hefja sparnað

Undir lokin í þessari frétt kemur fram kjarni málsins. Forsætisráherra talar um "einhvern kúf í verðlagsmálum", sem útleggst sem verðlagshækkanir. Þær eru sumpart þegar komnar fram og munu einungis aukast á allra næstu vikum og mánuðum. Við því er lítið að gera, nema menn vilji af alvöru endurskoða álagningu hins opinbera á verðlagsliði í forma skatta og álags. Ég hef margítrekað að ein nauðsynlegasta aðgerðin í verðbólguskotinu nú er að lánskjaravísitalan fylgi ekki almennum verðlagshækkunum. Þó svo að fasteignamarkaðurinn sé í lægð er ekki von til þess að fasteignaverð lækki svo neinu nemi og þar með haldi aftur af vísitöluhækkunum og sérstaklega lánskjaravísitölnni. Hér verður að koma til handaaflsaðgerð ríkisstjórnarinnar.

Krónan hækkaði nær 3 hundraðshlutum í dag en of snemmt er að spá frekari styrkingu. Í raun veit enginn hvaða gengisstig endurspeglar heilbrigðan efnahagsraunveruleika en víst er að í febrúar síðastliðnum var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um marga milljarða. Íslendingar eru enn að fóðra gullkálfinn, eða svo halda kaupmenn. Hins vegar má allt eins búast við að innflutningur muni dragast saman á næstunni, nema íslenskri þjóð sé ekki við bjargandi. Í allri umræðunni þessa dagana hefur gleymst að allir sem hafa tök á ættu að greiða niður skuldir og hefja sparnað. Á meðan heimili landsmanna hefja niðurgreiðslu á neyslufylleríi undanfarinna missera geta menn huggað sig við að ríkissjóður er í stakk búinn til þess að eyða um stund umfram efni.


mbl.is Geir: Tvennskonar vandi í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband