Vandlætingin ...

Ég bloggaði um þetta mál fyrr í dag og nú virðist viðbúið að Framsókn taki boði um samstarf við Sjálfstæðismenn. Eins og gefur að skilja verður þessi fjórði meirihluti í bullandi vandræðum frá fyrsta degi, þó ekki væri annað en það að hann er sá fjórði. Tíð stjórnarskipti minnir frekar á hráskinnaleik í allt of litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni. Einu geta menn þó glaðst yfir en það er aðkoma Hönnu Birnu að borgarstjórastólnum. Hún er nokkuð vel liðin, jafnvel vinstri menn tala sæmilega um hana - nema því hafi verið logið að manni.

Sjálfbirginsháttur krata er þjóðkunnur og næsta víst að nú muni heyrast ramakvein og vandlætingarhróp hvaðanæva úr þeirra hópi enda vita allir sem vilja vita að þeir hafa alltaf rétt fyrir sér og eins og Dagur komst svo vel að orði um árið - þá slær hjarta hans RÉTTU MEGIN, þ.e. vinstra megin. Hjartagæska Dags og annarra krata slær í takt við þeirra vinstri velvild. Hún hefur að vísu aldrei nokkurn tíma falið í sér annað en að seilast í vasa náungans til þess að greiða fyrir þeirra jafnaðarmannadrauma.

Horfi menn lengra til vinstri, yfir á liðið sem sefur ekki fyrir velgengni náungans og vill hafa vit fyrir samborgurunum í smáu og stóru, mun ekki skorta á vandlætinguna fremur en hjá krötum. Að vísu er kusk á hvítflibba þeirra, líkt og krata, en það er gleymt og grafið í hugum flestra og í þessu máli mun Svanhvít ekki spara yfirlýsingarnar fremur en fyrri daginn. Hún veit sem er að hún hefur opið skotleyfi, bæði frá fjölmiðlum og almenningi. Hver veit nema kallað verði eftir kosningum, þó svo að slíkt sé ekki mögulegt - og slá nokkrar pólitískar keilur í leiðinni.

Reykvíkingar eiga betra skilið. Hvernig menn vilja túlka það er eftir hverjum og einum en víst er að ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég styð Sjálfstæðismenn í næstu borgarstjórnarkosningum.


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband