Jæja þá

Svo fór um sjóferð þessa. Frakkarnir sýndu yfirburði á köflum og íslenska kjötsúpan vart nema hálfvolg. Ótrúlega margir feilar í sókninni, ásamt með stórbrotinni markvörslu franska markvarðarins, gerði þetta allt of létt fyrir Frakkana. Í raun sárgrætilegt sé horft til þess að hefðu strákarnir náð að sýna svipaðan leik og hingað til í mótinu hefði leikurinn getað orðið hin ágætasta skemmtun of úrslitin óráðin fram á síðustu mínútu.

Vitanlega mega menn vel við una og rúmlega það. Ég var reyndar búinn að spá Frökkum sigri á þessu móti og hef reyndar haft sterkar taugar til þeirra um árabil. Að þessu sinni vonaðist maður til þess að íslensk kjötsúpa byði upp á franska kjúklinga en raunir varð önnur. Íslensku strákarnir geta borið höfuðið hátt og koma heim sem hetjur. Vonbrigði dagsins eru ekki meiri en svo að silfur vannst, sem er lítilli þjóð dýrmætur minnisvarði.

Nú er um að gera að byggja á þessu liði, huga að næstu kynslóð og leggja drög að því að halda sér í fremstu röð - þó svo að ekki hafi tekist að tryggja sig inn á næsta heimsmeistraramót. Ef drengirnir trúa því að þeir eigi heima á meðal þeirra bestu er það í höndum handboltaforystunnar að hlúa að þeim efnivið sem fyrir er og styðja við bakið á núverandi og verðandi landsliðum.


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskveðjur

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: fellatio

ég er mjög ánægður með útkomuna en vissi fyrirfram að þetta var tapaður leikur. enda hvaða maður með viti hefur leik fyrir klukkan átta á sunnudagsmorgni eftir menningarnótt. geisp...

fellatio, 24.8.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband