Viðhorf forystumanna Samfylkingarinnar ...

Ég hvet fólk til þess að lesa blogg formanns Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnars Axels Axelssonar, sem er þess fullviss að dagblaði í Frankfurt sé stýrt úr Valhöll. Að vísu er pólitískur taugatitringur af þessu tagi broslegur og til marks um slæmt samviskubit Samfylkingarfólks þessa dagana. Þeirra hlutskipti er að gjaldfella eigin gjörðir í hinni örlagaríku 100 daga vegferð með Sjálfstæðisflokknum eftir bankahrunið. Til þess að réttlæta gagnrýni sína á fyrrum samstarfsflokk eru þeir tilbúnir til þess að gera eins lítið úr eigin störfum og frekast er unnt. Síðast í gær hafði þingmaður Samfylkingarinnar, Steinunn Valdís, vart nógu mörg orð til þess að lýsa óánægju sinni með störf fráfarandi ríkisstjórnar.

Samfylkingarfólki líður betur þessa dagana, nú þegar það getur óáreitt skammast út í Sjálfstæðisflokkinn. Nú er hægt að veitast að táknmynd hins illa, Valhöll, af alkunnri snilld og innsæi. Ljóst er að frjálslynd öfl innan Samfylkingarinnar hafa farið halloka og eftir stendur tækifærissinnað og lauslega samanhnýtt stjórnmálaafl sem enn á í erfiðleikum með að ná samhljómi. Frjálslyndir og borgaralega sinnaðir kratar munu sumir flýja þessa ráðvilltu sveit, sem virðist hafa það sem forgangsmál að þóknast almenningsálitinu. Sjálfbirgingsháttur jafnaðarmanna er í hærri hæðum nú en oft áður og allt eins víst að sjálfsóþol geri vart við sig.


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Geirsson

Hafi Steinunn Valdís verið að agnúast út í fyrri ríkisstjórn og er óánægð með störf þeirrar ríkisstjórnar þá ætti hún að athuga að hún er í sakk búin til að gera eitthvað í því.

Hún var sjálf aðili að þessari ríkisstjórn og veitti henni stuðning sinn, þannig að það er handhægast fyrir hana einfaldlega að segja af sér þingmennsku til að axla sína ábyrgð.

Annars er þetta eins og annað hjá þessum blessuðu Samfylkingarfóki að það veit ekki hvort það er að koma eða fara, hefur ekki hugmynd um það hvaða stenfu það á að fylgja eða hvaða skoðun það á að hafa. Það segir eitt í dag og annar á morgun, nema í þeim tilfellum sem þeir segja eitt og annað sama daginn.

Sigurður Geirsson, 11.2.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Ólafur Als

Já, þetta vill nú loða við þetta blessaða fólk ...

Ólafur Als, 11.2.2009 kl. 11:48

3 identicon

Gott hjá þér að vekja athygli á bloggi Gunnars Axels enda margt áhugavert sem þar hefur verið sett inn. Það þarf samt að hafa smá fyrirvara á því sem hann birtir á blogginu sínu, vegna þess að hann er stjórnmálamaður. 

Þetta er allveg rétt hjá þér með Samfylkinguna, það hefur verið pínlegt að horfa upp á viljaleysi þeirra í að viðurkenna sinn hlut í hruninu og sá hlutur er lítið minni en Sjálfstæðisflokksins.

Ég vona að báðir þessir flokkar verði í minnihluta eftir næstu kosningar en öflugir í stjórnarandstöðu.

Toni (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Toni,

við skulum vona að fjölmörg stefnumál Sjálfstæðisflokksins nái fram að ganga eftir kosningarnar - því hér þarf að varða götu endurreisnar, með því að virkja markaðshagkerfið í þágu okkar allra. Nú, þegar veisluhaldi auðmannanna er lokið og glasaglamur frá Brussel er sett í bið, er von til þess að stjórnmálamenn sinni aðkallandi verkefnum. Mér er í raun sama hverjir munu sinna því verkefni en víst er að VG munu varla geta sinnt því.

Ólafur Als, 12.2.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband