Endurreisn með bættum bókhaldsreglum

Hvernig í ósköpunum ætla menn að koma í veg fyrir að flutt sé fé til staða á borð við Tortola eyju? Er eitthvað í fjórfrelsissamningnum sem hindrar frjálst flæði fjármagns - nema beinlínis sé hægt að sýna fram á að það sé illa fengið? Í fljótu bragði virðist sem bókhaldsreglur einar geti hindrað óeðlilegt fjárstreymi á milli landa - t.d. með því að eyrnamerkja betur fjármagnið, ekki ósvipað og gert er með vörur. En hvað sem góðum reglum líður verður ávallt erfitt að koma í veg fyrir lögbrot, þar sem einbeittur brotavilji er til staðar. Spurningin er því; hve einbeittur var vilji "auðmannanna"?

Fjármálakreppa heimsins hefur sýnt fram á misbresti í bókhaldslöggjöfinni, sem nauðsynlegt er að lagfæra. Svo virðist sem fjármálafyrirtækjum hafi, í skjóli bókhaldskúnsta, tekist að fela glæfrastarfsemi, slælegt viðskiptasiðferði og fært fáum lygilegan arð. Í raun hefði fall Enrons á sínum tíma átt að hringja viðvörunarbjöllum - en svo virðist sem eftirlitsaðilum vestan hafs - og reyndar um heim allan - hafi ekki þótt sem kerfislægir þættir byggju að baki falli þess viðskiftarisa. Annað hefur komið á daginn.


mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband