Irena Sendler og pólitískur rétttrúnaður ...

Maður fer víst ekki jafn oft á bíó og áður fyrr. Mér skilst að myndin sem hafi unnið sé góð en einnig hafi aðrar gert atlögu að verðlaunastyttunni góðu. Eitt kom mér þó á óvart en það er að Mickey Rourke skyldi ekki vinna. Stundum hefur manni virst sem verðlaunaafhendingin beri svip pólitísks rétttrúnaðar - í þetta sinn var Sean Penn verðlaunaður fyrir túlkun sína á samkynhneigðum manni sem fór ótroðnar slóðir og komst til metorða í stjórnmálum. Það þykir eflaust mörgum við hæfi vestur í henni ameríku.

Því verður ekki á móti mælt að pólitískur rétttrúnaður hefur sett sitt mark á fjölmörgum sviðum lista, vísinda og stjórnmála í seinni tíð. Ekki er langt síðan Al Gore fékk friðarverðlaun Nobels fyrir sína áróðursmynd um hnattræna hlýnun, sem síðar hefur mætt mikilli gagnrýni úr öllum áttum. Við ákvörðun þess hver fær friðarverðlaunin á hverjum tíma fer fram samkeppni. Al Gore þurfti m.a. að keppa við pólska konu, sem hafði með eigin hendi bjargað á þriðja þúsund Gyðingabörnum úr gettóinu í Varsjá í seinni heimstyrjöldinni.

Hún var tekin höndum, pyntuð, beinbrotin og lemstruð en tókst á ótrúlegan hátt að flýja og halda því leyndu frá ógnarstjórn nasista hvar börnin voru niðurkomin. Eins og gefur að skilja voru fáir foreldrar á lífi eftir stríðið en með elju tókst henni að koma flestum barnanna til skyldmenna að stríðinu loknu. Undir það síðasta sá eitt þessara barna sem hún bjargaði um að gera ævikvöldið hennar bærilegt. Þessi kona hét Irena Sendler. Hún hlaut ekki náð fyrir nefndinni í Osló, heldur Al Gore. 

Ég hlakka til þess að sjá svipmyndir af hátíðinni. Þær eru ávallt glæsilegar, glæsileg skemmtiatriði, fólk prúðbúið og oftast er kynnirinn fyndinn. Ég veit reyndar ekki hver sá um kynninguna að þessu sinni.


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband