Hugmyndafræðilegt gjaldþrot stjórnarherranna

Afgreiðsla þessa máls er til háðungar fyrir stjórnvöld og einkennandi fyrir hið sjúklega ástand sem komið er upp á íslandi. Geðbrigðin sem stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa sýnt í þessu máli eru til marks um undarlegar hvatir og myrka hugsun. Ég treysti ekki fólki, sem lætur persónulega óvild í garð eins manns, hafa áhrif á stjórn landsmálanna. Af þeim mikilvægu málum sem bíða úrlausnar hefur ríkisstjórnin lagt ofuráherslu á að koma þessu frumvarpi í gegn - og með slíkum hætti, að hún hefur þverbrotið öll sín fyrirheit um samvinnu og að leyfa alþingi góða aðkomu að málum.

Ríkisstjórnin stendur hugmyndafræðilega berstrípuð frammi fyrir þjóðinni. Sá bráðavandi sem að þjóðinni steðjar, og kallaði á nýja ríkisstjórn, hefur gefið af sér uppsagnarbréf til Davíðs Oddssonar. Að vísu fagnar hluti þjóðarinnar, því hið nýja Ísland er blóðþyrstur andskoti. Þar standa bjálkarnir framúr augntóftunum á nýju stjórnarherrunum og þeirra aðdáendum. Sjálfstæðismenn hafa verið gagnrýndir fyrir að opna kjaftinn, það mætti ekki tefja fyrir hinum góðu verkum. Eftir þessa afgreiðslu mála hvet ég þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að nota hvert tækifæri til þess að láta í sér heyra, því svona vitleysu á ekki að láta bjóða sér.

Hægt, en örugglega, étur búsáhaldabyltingin börnin sín ... og hið nýja Ísland fær á sig ásjónu sjúklings.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yoga er mjög afslappandi!

Fannar Falur Fridbetsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Ólafur Als

Marteinn, þú virðist blindaður líkt og margir aðrir af persónu Davíðs. En það er eins og þú segir, önnur og stærri mál bíða afgreiðslu og á meðan svo er lýsi ég yfir gjaldþroti ríkisstjórnarinnar, búsáhaldabyltingarinnar og annarra lýðskrumara. Það er EKKI mikilvægasta málið nú að segja Davíð upp störfum. Það hefði átt að gerast með öðrum og geðugri hætti, ekki endilega Davíðs vegna, heldur þeirra sem vilja koma hér á breytingum til hins betra. Málið er til háðungar fyrir sómasamlegt fólk.

Rreyndar held ég að þú getir ekki haldið því fram að þetta mál hafi fengið svona mikla og góða afgreiðslu, eins og þú vilt vera láta, alla vega hefur ekki verið hlustað mikið á stjórnarandstöðuna og ef hún hefur leyft sér að viðra andmælum hefur það verið kallað málþóf. Því gef ég ekki mikið fyrir loforð ríkisstjórnar um samvinnu við þing og breytt vinnubrögð, sem situr uppi með það að hennar "stóra" fyrsta mál var að bola Davíð frá störfum. Ömurlegur minnisvarði fyrir, segi ég nú bara.

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei, það er ekki mikilvægasta málið að skipta um seðlabankastjórn. Seðlabankastjórn átti að segja af sér í október og spara þjóð og þingi þessa vitleysu svo hægt sé að einbeita sér að mikilvægu málunum.

Páll Geir Bjarnason, 25.2.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband