Norðmaðurinn sem bjargaði íslensku atvinnulífi

Ef þetta minnir ekki á farsa af bestu gerð er eins gott að einhver stuggi við manni og vekji mann. Minnihlutastjórnin núverandi eyddi fyrstu 3 vikum starfstíma síns í að koma fráfarandi yfirstjórn Seðlabankans frá og koma til bráðabirgða norskum gæja að innan ramma nýrra laga. Svo mikið lá á að hrinda þessu í framkvæmd að bráðavandi heimila og fyrirtækja var látinn sitja á hakanum á meðan. Og hluti þjóðarinnar fagnar!

Ríkisstjórnin vissi að síðasta Seðlabankastjórn reyndi að ná niður stýrivöxtum en fékk ekki til þess leyfi frá AGS. Þess vegna lá svona mikið á að fá inn nýtt fólk við stjórnvölinn, sem var svona miklu betra að lesa í vilja hins alþjóðlega yfirvalds. Rökstuðningurinn fyrir þessari sýndarlækkun verður með hefðundnum hætti ... fara varlega í sakirnar, óvissa enn ríkjandi, krónan veikst að undanförnu. Skýringar ríkisstjórnarinnar verður sérdeilis forvitnilegt að heyra.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hátt hreykir heimskur sér!

Fólk gleymir ekki HVERJIR komu þessari 18% þumalskrúfu á upphaflega, alveg sama hvað þú bloggar heimskulega um málið.

Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:09

2 identicon

Á virkilega að vera að lækka vexti yfir höfuð á meðan krónan er ekki að ná sér á strik?

Er ekki málið frekar einfalt? Á meðan að krónan nær ekki að styrkjast þá getur varla verið grundvöllur fyrir drastískum vaxtalækkunum.

Það hlýtur að hafa áhrif á verðlag og vera verðbólguhvetjandi þegar innflutningur heldur áfram að vera svona dýr. Endilega leiðréttu mig ef það stemmir ekki.

Þar að auki, þá ýta lægri vextir að einhverju leyti undir fjármagnsflótta (þrátt fyrir gjaldeyrishöft því það finnast jú hinar ýmsu krókaleiðir) sem þá leiðir af sér enn meira gengisfall.

Nýjustu fréttir af krónunni eru þær að styrking síðustu vikna er nánast öll gengin til baka og er hún komin aftur í sama farið og í lok janúar, evran í 150 krónur og gengisvísitalan að detta í 200 stig!

Maður getur því spurt sig; eru áætlanir stjórnvalda og IMF í gjaldeyrismálum að skila árangri? Það hélt maður fyrir 3 vikum síðan en efast nú stórlega.

Mun krónan ná sér á fætur aftur? Af hverju ætti maður að halda það þegar hún hríðfellur eins og við höfum séð undanfarna viku?

Og ef krónan mun ekki ná sér, af hverju ætti maður þá að búast við vaxtalækkunum?

Er ekki stefnan skýr?

  1. Koma á jafnvægi í gjaldeyrismálum...
  2. svo hægt sé að ná niður verðbólgu almennilega...
  3. svo hægt sé að lækka vexti almennilega

Hinn Jón (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:17

3 identicon

Afhverju er krónan ekki að ná sér á strik Hinn Jón,  átti þetta ekki allt að leysast með að koma Davíð frá, var meint trúverðuleikavöntun seðlabankans helsta ástæðan ?   Hefði ekki verið nær hjá augljóslega óhæfu ríkisstjórn að einbeita punktum sem þú nefnir frekar en Davíð

Kristinn (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Ólafur Als

Elsku Grímur minn - ertu að kópera þessa djúpvitru athugasemd inn á margar bloggsíður?

Hinn Jón - er ekki skemmtilegra að koma fram undir réttur nafni? Hvað um það. Þú víkur að hlutum sem skipta verulegu máli. Satíran í minni bloggfærslu ætti annars að vera augljós, það er að núverandi stjórnvöld hafa litlu sem engu áorkað, sé m.a. horft til yfirlýsinga stjórnmálamanna um nauðsyn þess að lækka vexti.

Þú byrjar á fullyrðingu sem ekki stenst. Vitanlega er hægt að lækka vexti þó svo að gengið sé ekki stöðugt. Líttu bara í kringum þig, fjölmargir gjaldmiðlar eru afar flöktandi þessa dagana og hafa þó vextir verið lækkaðir í viðkomandi löndum.

Verðlagshækkanir síðustu tveggja mánaða eru bornar uppi af lækkandi gengi krónunnar. Þær mælast nú um 6% á ársgrundvelli. Þensla síðustu missera er að baki. Eini innlendi þensluvakinn eru stýrivextirnir, því fyrirtækin þurfa að setja vaxtakostnað út í verðlag og ef þau taka ekki lán, þurfa þau að fara út í aukinn kostnað til þess að afla sér fjár á annan máta. Hvernig sem á málið er litið eru stýrivextir ekki einasta að lama atvinnulífið, þeir eru beinlínis að ýta verðlagi upp á við. Þeir sem sagt viðhalda sjálfum sér.

Ef fyrirtækin ná sér ekki á strik vænti ég þess að fjármagnsflóttinn verði mun meiri en ella. Ef trú á fyrirtækin er ekki til staðar, ekki einu sinni hjá Íslendingum sjálfum, getum við allt eins lokað búllunni, pakkað saman og flust hreppaflutningum yfir á jósku heiðarnar.

Axlarbönd Seðlabankans duga, trúi ég, til þess að fjármagn flytjist ekki í stórum stíl í burtu. Það er nánast í höndum bankans að stýra genginu og grunar mig að það muni fljótlega styrkjast á ný. Ef ekki, þá munu stýrivextir ekki breyta miklu þar um. 

Ef menn ætla í alvöru að bíða þess að gengið stabíliserist munu fyrirtækin fara á hausinn unnvörpum og gjaldþrot blasa við tugum þúsunda fjölskyldna - því ríkið hefur ekki efni á að greiða tugum þúsunda manna atvinnuleysisbætur til lengdar. Vaxtalækkun sem einhverju nemur gæti komið einhverjum hjólum atvinnulífsins af stað, minnkað vaxtakostnað og hægt en bítandi aukið tiltrú á atvinnustarfsemi. Nú eru vextirnir að éta fyrirtækin innan frá, drepa í dróma allt frumkvæði og vilja.

Ólafur Als, 20.3.2009 kl. 00:15

5 identicon

Svo lengi sem þeir (og við) trúa því að við þurfum á fyrirgreiðslu IMF að halda, taka þeir ákvarðanir um hverjir stýrivextirnir eru, sem og aðrar ákvarðanir er hafa áhrif á kjör og heimtur lánadrottna landsins. Þeirra hlutverk er einskonar sambland af skiptastjóra og handrukkara.

Kaldhæðnin í þessu er að IMF verður sennilega endanlega fallít sjálft þegar það rennur upp fyrir þeim að ríkin sem þeir eru að lána, Ísland, eystrasaltsríkin o.fl. þurfa frekar þróunaraðstoð en lánafyrirgreiðslu.

Hvaða lánshæfimat og skuldatryggingaálag fær IMF þá

Íslenska ríkið, sem heldur að það geti bjargað bankakerfi sem er að geispa goluni með skattpíningu og niðurskurði er ekki aðeins að lengja dauðastríð bankans, það er einnig að senda restina af atvinnulífinu inn í eilífðina.

Gangi ykkur allt í haginn     

Toni (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 02:57

6 Smámynd: Ólafur Als

Toni, það sjá alllir að AGS ráða hér miklu en ekki hefur enn komið fram hvort þeirra vald sé endanlegt, þ.e. á hvaða forsendum geta þeir beinlínis skipað Seðlabankanum fyrir. Hóta þeir að stöðva frekari lánafyrirgreiðslu eða er það eitthvað annað? Varðandi önnur kjör og heimtur lánadrottna, kannast ég ekki við að þeir hafi sérstaklega um það að segja.

AGS getur vitanlega ekki farið á hausinn í neinni venjulegri merkingu því fjármunir sem honum eru lagðir til eru í formi framlaga frá aðildarríkjum ... þeirra starfsemi er því ekki háð lánshæfismati!

Hefur bankakerfið ekki þegar geyspað golunni? Endurreisn þess byggir á því að í raun geta afskrifað nógu mikið af skuldum ... á kostnað ýmissa lánadrottna erlendra. Þeir munu á endanum ekki sætta sig við að nýju bankarnir taki til sín skástu bitana en þeir rotnu verði skildir eftir í gömlu bönkunum. Um þetta er lítið fjallað þessa dagana en hlýtur að koma upp á yfirborðið fyrr en varir enda liggur brátt fyrir lánsþörf nýju bankanni til viðreinsnar þeirra. Þá mun sem sagt liggja fyrir hvernig viðskilnaðurinn við gömlu, rotnu bankana er og lánadrottnar þeirra geta farið að spá í spilin. 

Ólafur Als, 20.3.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband