Rauður kinnhestur í boði ...

Í ljósi þess hve kosningabaráttan er stutt og fá tækifæri til þess að heyra í öðrum fulltrúum VG en þrælvönum leiðtogum þeirra gæti svo farið að þeir héldu í stóran hluta þessa fylgis. Fjölmargt ungt fólk fylkir sér að baki róttækni hins femeníska rauðgræna framboðs og forvitnilegt að heyra upp á nýtt fjölmarga frasa aftan úr grárri forneskju stéttabaráttunnar og í boði hugmyndasmiðju Komintern. Einhverjir gætu sagt að kapitalistasvínin hafi séð til þess, ekki satt?

Steingrímur er vel til þess fallinn að setja málatilbúnaðinn í hæfilega settlega umgjörð enda ber kosningabarátta flokksins það með sér að ímyndarsérfræðingarnir hafi staðið sig framúrskarandi vel. Forystan veit það núna að ekki borgar sig að flíka um of sínum róttæku stefnumálum, það kom flokknum í koll síðast. Og Katrín mun ugglaust ekki láta hafa eftir sér á ný að lækka eigi laun opinberra starfsmanna, samhliða því að hækka á fólk skattana.

Samfylkinging svífur um á sína rósrauða skýi og horfir fram á að hennar helst draumur verði að veruleika. Henni mun eflaust verða að ósk sinni, enda er Sjálfstæðisflokkurinn hálf lamaður og ekki líklegur til stórræðna - einna helst að hann gæti náð í stöku samúðaratkvæði. Fjölmargt gott fólk er í framvarðasveit þess flokks að þessu sinni en næsta víst að þau muni mæta smjörklípum, hvar sem í þeim heyrist.

Þjóðin undirbýr sig af kappi að gefa rauðri sveit karla og kvenna stjórnartaumana. Frjálslynd öfl innan Samfylkingarinnar hafa einungis eitt fram að færa; að ganga Brussel á hönd. Það er hinn draumurinn sem kratarnir hafa. Að öðru leyti eru þeir margir uppteknir af því að skammast út í sjálfstæðismenn, því þeir liggja svo vel við höggi. Þeir voru einungis áhorfendur í síðustu ríkisstjórn og bera því enga ábyrgð.

Auglýsingastofan, sem stýrir kosningabaráttu þeirra stendur sig prýðisvel, henni mun eflaust takast að sýna styrk flokksins án þess að flokkurinn þurfi að takast á við eitt einasta kosningamál. Á meðan eru Framsóknarmenn að reyna af fremsta megni að sýna þjóðinni fram á að það verði að taka á aðsteðjandi vanda heimila og fyrirtækja, en fáir hlusta - alla vega ekki núverandi stjórnarflokkar. Einna helst að sjálfstæðismenn taki undir nauðsyn þess að aðgerða er þörf.

Þjóðin mun því verðskulda rauðan kinnhest að loknum kosningum og spurning hvort ekki megi að nokkru kenna bláu höndinni um ... en rauður verður hann og það mun svíða lengi undan þessari rauðu stjórn.


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það svíður bara svo helvíti mikið undan bláu hendinni í dag.... allt annað hlýtur að vera betra...

Brattur, 16.4.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Ólafur Als

Það er jú spurningin, Brattur. Reyndar vildi ég vera laus við hvers kyns handaáleggingar, bláar eða rauður - tel þó rauðar lausnir ekki til framfara, þó svo að tímabundið megi sammælast um félagslegar lausnir. En ekki til frambúðar.

Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 21:11

3 Smámynd: Brattur

Við þurfum fyrst og fremst réttlæti handaþegnum landsins... sanngjarnari skiptingu kökunnar...

Brattur, 16.4.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Ólafur Als

Ég vil stækka kökuna fyrst og fremst, ef við einblínum um of á "sanngjarna" skiptingu verður hún sífellt minni ...

Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Ólafur Als

Við gætum að vísu verið sammála um það sem þú kallar sanngjarna skiptingu, tímabundið, en til langframa þarf að hleypa heilbrigðri hvatningu í kerfið sem stækkar hlut allra - til þess þarf að vera hvati til hærri tekna ...

Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 22:25

6 identicon

Einmitt þetta með að stækka kökuna er svo skemmtileg umræða. Nema hvað það eru bara sumir sem fá bita, í raun bara fáir útvaldir en ömurlegur pöpullinn borgar auðvitað þegar allar ævintýralegar tilraunir auðmannaklíkunnar til að lána sjálfum sér sífellt hærri upphæðir, án nokkurrar innistæðu, klikka. Leiðinlegt hvað gekk ílla að stækka þessa köku á lánsfé frá sparnaði annars fólks.

Hver segir svo að kakan geti ekki stækkað undir stjórn jafnaðarmanna? Hún gerði það í Svíþjóð, Danmörku... eiginlega flestum evrópuríkjum þannig

Ægir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Ólafur Als

Ægir, reyndu nú að koma þér upp úr hjólfarinu - þú getur ekki bæði verið á móti og með - ef jafnaðarmenn, íslenskir, boða stækkun kökunnar er það gott og blessað, þeirra áherslur eru bara aðrar sem stendur. Mér er heilagt að fá sem flesta að stækkun kökunnar, sagan sýnir að það er einasta leiðin til þess að bæta hag lítilmagnans. Um aðferðirnar getum við rætt síðar ...

Ólafur Als, 17.4.2009 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband