Lúsheppnir Frakkar

Frakkar verða að teljast heppnir að fá 2 stig úr þessum leik. Omeyer sá til þess að Tékkar náðu ekki að fá annars verðskuldað stig úr þessum leik. Sóknarleikur Tékka var mistækur nær allan leikinn og á venjulegum degi - ef slíkt er þá til - ættu Frakkar að hafa landað öruggum sigri. Jafn slakan sóknarleik og Frakkar sýndu í síðari hálfleik hefðu dugað flestum liðum til þess að sigra þá en eins og fyrr segir, landaði Omeyer einn og óstuddur þessum 2 stigum og þar með Frökkum inn í milliriðil.

Tékkar voru mistækir í vörn og sókn í fyrri hálfleik og þó svo að varnarleikurinn hefði batnað til muna í þeim síðari, var það fyrst of fremst þeirra öflugi markvörður sem varð til þess að Tékker eygðu hagstæð úrslit í leiknum. Frakkar skoruðu ekki í um 18 mínútur, sem verður að teljast afar sérstakt hjá heims- og ólympíumeisturum. Hver franska hetjan á fætur annarri voru mislagðar hendur í sóknarleiknum sem þeir bættu sér að vísu að nokkru upp í vörninni. Eins og fyrri daginn sannast, að með góðum varnarleik geta lið unnið þrátt fyrir að sýna slakan sóknarleik. Það er verra ef dæmið snýst við, enda skapar slíkt tækifæri á hraðaupphlaupum hjá andstæðingum.

Frakkar, sem virtust hafa þetta í hendi sér í fyrri hálfleik, voru utangátta lengstum í síðari hálfleik. Það, hve illa þeir virðast stemmdir, kemur á óvart. Þeir mæta Spánverjum í síðasta leiknum í riðlinum og verður það verðugt verkefni fyrir þjálfarann að nú upp réttri stemningu fyrir þann leik, sem gæti ráðið úrslitum um gengið síðar í mótinu. Sigurvegararnir í þeim leik ættu að ná langt og líklegast spila um verðlaunasæti. Frakkar hafa mannskapinn til þess að komast svo langt en þá þarf hugur að fylgja öllum þessum hæfileikum sem búa í liðinu.

Ef nokkuð er að marka þá leiki sem sést hefur til, þá gætu ný og fleiri lið blandað sér í baráttuna um verðlaunin en verið hefur um skeið. Í milliriðlunum munu mætast 12 afar sterk og fremur jöfn lið og spurning um dagsform, hvernig til tekst. Við þessar kringumstæður gætu Íslendingar allt eins náð langt. Til þess þurfa strákarnir að kalla fram innri styrk og tiltrú á verkefnið, sem framundan er. Ekki ósvipað og Frakkar þurfa að horfast í augu við.


mbl.is Omeyer tryggði Frökkum nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband