Af manndómi gagnrýnenda

Stundum er maður aðeins á eftir með fréttirnar að heiman. Ég hjó eftir því að Framsóknarráðherra hafði ekki brotið lög með styrkingu ýmissa gæluverkefna. Um nokkurt skeið höfðu ýmsir gagnrýnt ráðherrann og Framsóknarflokkinn harðlega fyrir að brjóta lög og bloggað um málið aftur á bak og áfram. Skilningur minn á þessari hneykslan var ekki mikill enda fannst mér málið ekki snúast einungis um form bruðlsins, reyndar fannst mér þetta lítið mál, gert stórt til þess að þóknast þeim sem hafa fátt pólitískt að gera, annað en að gagnrýna Framsókn.

Það sem mér fannst veigameira en formið, var að ráðherra hafði, eða taldi sig hafa, leyfi og vald til þess að styrkja ýmis gæluverkefni á kostnað skattborgaranna. Það var sem sagt allt í lagi að bruðla með skattfé en bara ekki úr þessum tiltekna sjóði. Ég þykist viss um, að fjölmargir sem lýstu vanþóknun sinni á ráðherranum og Framsókn muni ekki draga til baka gagnrýni sína. Viðkvæðið verður eflaust að þetta skipti ekki máli, af nægu öðru sé að taka. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjir á meðal atvinnugagnrýnenda Framsóknar hafi nægan manndóm til þess að viðurkenna mistök sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Hér er allt í Sardínudós vegna snjóaföl sem skall á í nótt. Er ekki líðandi gott veður í Kóngsins?

Takk fyrir áhugaverðan pistil.

Sveinn Hjörtur , 27.3.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Ólafur Als

Sé fram á enn einn blíðviðrisdaginn - hér í Odense. Vonandi léttir Lóan lundina heima og kveður burt snjóinn og leiðindin. En Sveinn, ég er nú ekki að skrifa upp á syndakvittun fyrir ráðherrann, mína gömlu skólasystur úr MR. Hún er af úrvalsgerð en eins og svo margir aðrir haldin tilhneygingu til þess að hafa vit fyrir mér og þér á fleiri sviðum en ég sætti mig við. Af því hún vill svo vel. Sinn góða vilja mætti hún, og aðrir stjórnmálamenn, hafa meira útaf fyrir sig. Það er nú stóra málið finnst mér.

Góðar stundir.

Ólafur Als, 27.3.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband