Áreiðanleiki Eddu Rósar og hinna hagfræðinganna

Af einhverjum ástæðum hefur Edda Rós ágætan aðgang að fjölmiðlum ásamt með öðrum helstu hagfræðingum greiningardeilda gömlu bankanna. Þegar rætt er um bága stöðu bankanna misserin fyrir hrunið hlýtur það að vekja eftirtekt að Edda Rós og aðrir talsmenn viðskiptabankanna komu óspart fram í fjölmiðlum til þess m.a. að réttlæta hátt gengi hlutabréfa, sem haldið var uppi með svikráðum og brellum.

Greiningardeildir bankanna voru helstu áróðursmaskínur bankanna um langt skeið. Þær renndu stoðum undir áreiðanleika stjórnenda bankanna og fulltrúar þeirra, þar á meðal Edda Rós, kvittuðu í fjölmiðlum fyrir gengi þeirra í himinhæðum. Lærðar ræður voru fluttar í fjölmiðlum og prófgráður þeirra voru sem stimpill á gæði orða þeirra og þar með starfsemi bankanna sem þeir störfuðu hjá.  Nú virðist þetta allt gleymt og greiningarhæfni þeirra nýtt á ýmsum vettvangi.

Það getur ekki verið að ég sé einn fárra sem þykir þetta sæta nokkrum tíðindum.


mbl.is Evran er ekki töfralausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekkert einn um það

Enn það er nú svo með hana Eddu Rós að hún er af góðum og gegnum krataættum og gott fyrir ASI ehf að láta hana rekja áróður fyrr samfylkinguna

Kannski bara ráða þeir hana í vinnu í stað þeirra sem var rekin hun var svo helv.... klár í bankanum eða var það ekki annars?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:10

2 identicon

Hver tekur mark á Eddu Rósu eftir að hún var í greiningadeild (áróðursdeild) Landsbankans sáluga.  Allt sem hún sagði þar um þróun mál stóðst aldrei.

Hún er einn af bestu eftirá hagfræðingum landsins, og þó eru þeir margir.  Hún var sérstaklega fengin af ASÍ til að predika fagnaðarerindið um Ísland í ESB.

Heimir B. Guðleifsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:23

3 identicon

Hún var önnur tveggja ástæðna þess að ég færði bankaviðskipti mín frá Landsbankanum - hin var þjófnaðurinn á séreignarsparnðinum.

Leifur Hákonarson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:59

4 identicon

Það er með ólíkindum að hún skuli enn starfa í bankanum, Greiningardeildir bankanna voru ekkert annað en auglýsingastofur. Hver tekur mark á þessari konu, að minnsta kosti ekki ég.  Hún er talandi dæmi þess að fólk er til sölu og allir hafa sitt verð.  Skildi hún ekki sjá þetta sjálf.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:03

5 identicon

Þessi frétt er í DV í dag

"Fjórir framkvæmdastjórar hjá gamla Glitni fengu 2,6 milljarða króna kúlulán í maí í fyrra til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þeir starfa allir ennþá hjá Íslandsbanka. Frægt er orðið þegar „tæknileg mistök“ urðu í hlutabréfakaupum Birnu Einarsdóttur við kaup á hlut í Glitni sem metinn var á 184 milljónir króna. Kaup þriggja af þessum framkvæmdastjórum voru þó mun stærri en kaup Birnu.

Jóhannes Baldursson, núverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta, fékk 800 milljóna kúlulán í gegnum félag sitt Gnóma ehf.

Vilhelm Már Þorsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs fékk 800 milljóna kúlulán í gegnum félag sitt AB 154 ehf.

Rósant Már Torfason, núverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs, fékk 800 milljóna kúlulán í gegnum félag sitt Strandatún ehf.

Stefán Sigurðsson, núverandi framkvæmdastjóri eignastýringar, fékk 170 mllióna kúlulán í gegnum félag sitt AB 135 ehf."

Er það ósanngjörn krafa að fá hreinan banka sem er ekki með sömu lykilstarfsmennina og fyrir hrun ?

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:33

6 identicon

Hefur einhver einhvern tímann tekið eitthvað mark á greiningardeildum yfir höfuð? Þetta eru oftast deildir uppfullar af krökkum nýskriðnum úr háskóla sem halda að þeir geti leyst allan heimsins vanda með hefðbundnum hagfræðimódelum.

Hehe (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:41

7 identicon

Er einhver hér sem hefur einhver efnisleg rök fram að færa eða er þetta bara keppni í að afhjúpa eigið sálarlíf og vanlíðan? Fordómar ykkar gagnvart Eddu Rós eða vanþekking á því sem hún hefur skrifað og sagt gegnum tíðina sem forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans er óviðkomandi umræðuefni fréttarinnar.

Einhver sem mótmælir því efnislega að verðtryggingin var leið til að framlengja líf krónunnar og kreista fram lánsfjárframboð við svo óstöðugar aðstæður að enginn vildi lána nema með fáránlegu áhættuálagi ofan á vexti?

Einhver sem telur líklegt að hér muni hægt að tryggja sparnað og virkan lánsfjármarkað fyrir fyrirtæki og einstaklinga í krónum á eðlilegum vaxtakjörum án verðtryggingar? Í ljósu þeirra gífurlegu sveiflna sem fylgt hafa krónunni væri gaman að heyra hvaða vexti þið mynduð t.d. fara fram á ef þið væruð að lána eigin peninga til 25 eða 40 ára óverðtryggt í krónum.

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:59

8 Smámynd: Ólafur Als

Arnar, líkt og borið er brigður á orð stjórnenda bankanna nú hljótum við að setja spurningamerki við ýmislegt sem fram kemur hjá hagfræðingum greiningadeildanna, þ.á.m. Eddu Rós. Það hvílir á henni að útskýra hvernig hún gat misseri eftir misseri réttlætt útþenslu síns banka, hlutabréfabólguna o.s.frv. Eins og komið hefur á daginn er hún ein fjölmargra "eftiráspekinga" en hún er vissulega ekki ein á báti þar.

Nú bregður svo við, að sumir geta notfært sér fræðiþekkingu hennar, m.a. til þess að reka áróður fyrir tiltekinni skoðun, þ.e. að ganga eigi inn í ESB.  Eins og vera ber setur hún sinn málflutning í sennilegan búning, setur varnagla fram og fleira í þeim dúr. En meginþemað er sá málflutningur að Ísland geti ekki orðið traustvekjandi bróðir í samfélagi þjóðanna nema að ganga í Evrópusambandið.

Trúin á að Ísland geti ekki náð sér almennilega á strik nema að ganga Brussel á hönd hvílir á veikum stoðum. Menn gefa sér að orðspor Íslands geti ekki batnað af sjálfsdáðum. Hvað menn hafa fyrir sér í þeim efnum veit ég ekki. Hins vegar er ekki fráleitt að ætla að undir pilsfaldi ESB geti Ísland notið þess á einhvern hátt hvað þetta varðar - Ísland nyti að einhverju leyti verndar sem ESB gæti veitt. En hver er þessi vernd, hvað felur hún í sér og á hvers kostnað kæmi hún?

Hvað verðtrygginguna varðar er ég Eddu Rós sammála. En eins og ég segi - hvaða aðilar sjá nú hag í því að hennar sól skíni og er Edda Rós búin að gera grein fyrir því og biðjast afsökunar á hvernig hún leiddi þjóðina á asnaeyrunum um misserisskeið?

Ólafur Als, 26.3.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband