Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2007 | 10:12
Birtir til um síðir?
Í gær var veðrið með eindæmum gott hér í Odense, sól og fimmtán stiga hita. Vidbrögðin létu ekki á sér standa, fólk sat úti við og sötraði kaffi eða bjór og fengu sér sígarettu, ungir tylltu sér niður í görðum bæjarins og brosviprur sáust á stöku andliti eftir langan og votviðrasaman vetur hér í Danmörku. Að vísu var fólk enn íklætt vetrarbúningi enda Danir vanari hlýrra loftslagi en við - en heima hefðu sundlaugarnar fyllst af ungum sem öldnum og stuttbuxurnar fengið fyrstu prufukeyrslu ársins.
Ég horfi til þess að vorið sé komið í Danaveldi, ólikt því sem var í fyrra þegar vorið kom ekki fyrr en í mai. Að vísu liggur þykkasta þoka yfir Fjóni í morgunsárinu daginn eftir, líkt og timburmenni eftir gleði gærdagsins, en veðurstofan spáir ad þokunni muni létta og góða veðrið brjótast fram á ný. Vonandi mun hulunni einnig verða svipt af hinu sanna eðli vöggustofu sósíalistanna heima - hve lengi munu kjósendur leyfa þeim að fela sig á bakvið grímu náttúruverndar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)