Kínverski risinn ađ vakna til lífsins á heimssviđinu

Á öldum áđur stóđ efnahagur Kína fyrir um fjórđungi allra efnahagslegra umsvifa heims. Ekki einasta vegna stćrđar sinnar, heldur einnig menntunar, tćkni, stjórnarfars, landgćđa og annarra ţátta sem stuđluđu ađ efnahagslegri velferđ ţeirra tíma. Ţetta breyttist á 19. öld ţegar nýlenduveldi Evrópu, ađallega Bretland, seildust til áhrifa og síđar einnig Japans, sem tóku völdin ađ mestu í ţessu stóra landi en innri átök höfđu einnig nokkuđ ađ segja um fallandi veldi ríkisins. Ekki fyrr en nú stefnir Kína hrađbyri ađ ţví ađ ná fyrri stöđu, sem enn á eftir ađ vaxa og slá út efnahagslegu veldi Bandaríkjanna áđur en langt um líđur.

Áhrifa Kína gćtir í vaxandi mćli á heimssviđinu; ţeir láta ć meira til sín taka í efnahagsmálum og pólitík heimsins og forystu Bandaríkjanna á ţessu sviđi verđa menn ţar á bć í auknum mćli deila međ kínverskum stjórnvöldum. Ţegar líđur á ţessa öld munu ţví áhrif Evrópu minnka - svo nokkuđ sé taliđ - sem nemur auknum áhrifum Kína á efnahag og stjórnmál heimsins. Sá tími sem kenndur hefur veriđ viđ "Pax Americana" mun ţví innan ekki mjög langs tíma heyra fortíđinni til og ćgivald Vesturveldanna ađ baki. Hvađ tekur viđ er óvíst en eitt er víst ađ ţađ mun fela í sér átök á milli stórveldanna tveggja; Bandaríkjanna og Kína. Ţess sér m.a. ţegar stađ í SA-Asíu en Bandaríkjunum hefur veriđ nokkuđ í mun ađ efla góđ samskipti viđ m.a. Víetnam á ţeim slóđum. Nú síđast heimsóttu bandarísk herskip hafnir og strendur Víetnam, m.a. flugmóđurskipiđ Georg Washington.

Stjórnvöldum í Kína er ekki ađ skapi ađ Bandaríkin reyni ađ viđhalda áhrifum sínum um of á ţessum slóđum en segja má ađ nágrannaríki Kína í austri og suđri sé í mun ađ halda Kínverjum nokkuđ til hlés. Ţau vilja vinsamleg samskipti viđ hiđ rísandi stórveldi en stendur nokkur uggur af ţeim, sem m.a. má sjá af varfćrnislegum orđum ráđamanna ţessara ríkja. Í sögulegum skilningi hafa t.d. Víetnamar ţó litla ást á nágrönnum sínum í norđri - Kínverjar gerđu m.a. misheppnađa innrás í Víetnam fáum árum eftir ađ Víetnamar höfđu sameinast í eitt ríki en ţeirri veiku árás var hnekkt auđveldlega og stóđu Kínverjar eftir međ nokkra skömm.

Hernađarleg nćrvera Bandaríkjanna er sterk, rétt viđ strendur Kína. Ţar veldur mestu stađan á Kóreuskaganum - sem óţarft er ađ rekja hér - en einnig loforđ Bandaríkjanna um ađ vernda Taívan frá árás frá meginlandinu samfara ţví ađ viđhalda herstöđvum í Japan - en kínversk stjórnvöld vilja innlima gömlu Formósu í stórríkiđ, međ góđu eđa illu ađ ţví er virđist. Ţeir munu ţó ekki hćtta á stórátök á međan Bandaríkin búa yfir sínum sterka hernađarmćtti og nćrveru á svćđinu.

Nú standa nokkur átök um ađ hve miklu leyti Kínverjar geti gert sterkt tilkall til S-Kínahafs, sem ţrátt fyrir allt er alţjóđlegt hafsvćđi, en Bandaríkjamenn hafa um langan aldur fariđ um međ herskip sín. Kínverjar óska sér ţess ađ "áhrifasvćđi" ţeirra nái til ţessa hafsvćđis, sem m.a. fćli í sér ađ Bandaríkin teldu sér ekki fćrt ađ sýna hernađarmátt sinn ţar. Um ţessar mundir standa yfir nokkrar deilur um ţađ hvernig samskipti Kínverja viđ nágranna sína eigi ađ ţróast og hvađ af ţeim megi búast. Einn ásteytingarsteinninn er möguleg ađkoma Bandaríkjanna ađ ţessari ţróun en Kínverjar vilja halda ţeim ţar fyrir utan. Ţeir eru ţví m.a. uggandi yfir bćttum tengslum Víetnama og Bandaríkjanna.

Bandaríkin segjast ekki ćtla ađ skipta sér af málum, sbr. yfirlýsingar frú Clinton og talsmanna utanríkisráđuneytisins en hvađ sem ţví líđur er ljóst ađ Bandaríkin munu vilja getađ togađ í einhverja strengi er varđa ţróun mála í SA-Asíu. Yfirlýsingar ţeirra snúast m.a. um ađ Bandaríkin muni halda uppi vörnum fyrir opnum samskiptum og siglingaleiđum (m.a. fyrir herskip sín) og frjálsri verslun. Hver veit nema ţetta sé forsmekkurinn af ţví sem koma skal mun víđar; flugmóđurskipafloti Bandaríkjanna tryggir ţeim áhrifavald um heim allan og hver veit nema Kínverjar telji sig knúna til ţess ađ efla herskipaflota sinn á komandi árum - en ţess ţykjast sumir sjá merki um ađ muni gerast.

Ţađ verđur forvitnilega ađ fylgjast međ ţví hvernig Kína vill haga samskiptum sínum viđ nágranna sína í SA-Asíu og hvađa áhrif ţeir sćkjast eftir og hvađ í ţeim muni felast. 

 


mbl.is Kína nćst-stćrsta hagkerfiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband