6.1.2010 | 23:11
Danir samkvæmir sjálfum sér í afstöðu sinni til íslenskra hagsmuna
Þessu ber að fagna. Það getur ekki verið vænlegt fyrir íslenska hagsmuni að Íslendingum séu settir afarkostir. Það er engum til hagsbóta að mál nái fram að gangi, byggt á þvingunum og yfirgangi. Þó svo að Danir og önnur svo kölluð vinaríki á Norðurlöndum séu eflaust full af vilja til þess að rétta Íslendingum hjálparhönd þá er það óeðlilegt að það sé gert í skjóli hótana þriðja aðila. Íslenskum stjórnvöldum býðst nú einstakt tækifæri til þess að sameina þjóðina í hagsmunagæslu gagnvart Bretum og Hollendingum og að því er virðist einnig gagnvart einstrengingslegri afstöðu norrænna stjórnvalda.
Það er eindregin von mín að íslensk stjórnvöld sjái að sér og notfæri sér einstakt tækifæri sem þeim býðst í boði forseta lýðveldisins. Hvað sem segja má um ólíka afstöðu til Icesave-samkomulagsins þá er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ekki sæta afarkostum Breta og Hollendinga og eru síst reiðubúnir til þess að sætta sig við afstöðu forystumanna norrænu ríkjanna. Á þessum grunni geta íslensk stjórnvöld byggt nýjan málatilbúnað, sem tekur mið af því að Ísland undirgangist ekki frekari skuldbindingar en hún ræður við.
Nú þurfa stjórnvöld að bretta upp ermar og hefja sókn fyrir málstað Íslands á erlendri grund. Það þarf að ræða við bandamenn sem eru reiðubúnir til þess að miðla málum en tala ekki einungis rödd gagnaðilans - eins og gerst hefur í tilfelli yfirvalda í Danmörku og víðar. Það hefur í raun ekki viðgengist í Danmörku að tala máli Íslands, nema það hentaði þeim alveg sérstaklega. Þetta skyldu menn hafa í huga hér á landi, þegar reynt er að telja fólki trú um einhvers konar sérstaka velvild norrænna þjóða í garð Íslands.
Bíða þar til staðan á Íslandi skýrist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ólafur það gengur ekki hnífurinn á milli okkar í þessu máli
Mig rak í rogastans þegar ég sá viðtal við Steingrím á Chanal 4 og hann talaði eins og Indefence maður!!!
Nú segi ég bara Guð láti gott á vita. Ég vona að íslenskir ráðamenn nái að stilla saman strengi og róa niður Jóhönnu, Þórunni og Össur en málflutningur þeirra hefur ekki beinlínis gagnast Íslandi.
Sigurður Þórðarson, 6.1.2010 kl. 23:24
Já, við skulum vona að íslensk stjórnvöld sjái að sér og noti þetta einstaka tækifæri sem þeim nú bjóðast til þess að vinna að hagsmunum íslenkra skattgreiðenda. Ágreininginn getum við sett til hliðar um stundarsakir og afgreitt hann á þeim pólitísku forsendum sem hann á rætur sínar í þegar það á betur við. Nú ríður á að ná samstöðu á Alþingi og á meðal þjóðarinnar - vonandi ber okkur gæfa til þess.
Ólafur Als, 6.1.2010 kl. 23:28
Ég vildi óska þess en við vitum að margir líta á Æsseif sem aðgangaeyri inn í ESB. Þetta svarar til þess að borga sig inn á veitingastað og gera sig svo blankan að maður komist ekki á barinn öðru vísi en að hanga á bísanum allt kvöldið.
Samfylking? Nei takk
Sigurður Þórðarson, 7.1.2010 kl. 12:19
Hjartanlega sammála þér & Sigurði - ég seti fram svipaða skoðun á fun.blog.is - löngu tímabært að þau skötuhjú fari að tala fyrir málstað OKKAR í þessari ömurlegu deilu.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 14:00
Það er engum til minnkunar að vera haldinn fötlun af "eðlilegum" toga. En það ætti að vera refsivert þegar stjórnmálamenn opinbera fyrir þjóð sinni þá pólitísku fötlun sína að þeir taki hagsmuni erlendrar ríkjasamsteypu fram yfir hagsmuni eigin þjóðar.
Þeim fer líklega að fækka sem neita því með sannfærandi hætti að Samfylkingin afneiti öllum lausnum á kröfum Breta og Hollendinga sem ógnað geti yfirbragði auðmýktar í garð Royalsins í ESB.
Árni Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.