Sanngirni?

Vitanlega munu Bretar og Hollendingar ekki sýna neina sérstaka sanngirni. Þeir eru jú að berjast fyrir því að borga sem minnst. Hvaðan sú hugsun kemur, að viðsemjendum okkar beri að sýna sérstaka sanngirni er mér fyrirmunað að skilja. Það vinnur sérhver þjóð í þágu eigin hagsmuna - nema ef vera skyldi hinum íslensku. Á þeim bænum virðast menn nálgast málið af "sanngirni" - þeirri sérkennilegu samningaaðferð að fyrirfram taka undir sjónarmið viðsemjenda.

Íslensk samninganefnd, sem ekki nennti að berjast fyrir því að borga sem minnst, færði okkur afurð sem yfirvöld hafa setið uppi með og varið með kjafti og klóm. Einnig fjölmargir stuðningsmenn hennar. Í þeirri baráttu hafa margir misst sjónar á aðalatriði málsins, en það er að minnka skaðann af mistökum fortíðarinnar. En allt of margir Íslendingar virðast reiðubúnir að taka á sig og aðra miklar efnahagslegar klyfjar til þess að þóknast pólitískum viðhorfum sínum.

Einhverjir kynnu að túlka slíkt sem landráð. En það býðst nú íslenskum stjórnvöldum einstakt tækifæri til þess að sameina krafta Alþingis og þjóðar og hefja kraftmikla hagsmunagæslu á erlendum vettvangi, þar sem stríð geysar um efnahagslega endurreisn lands og þjóðar.


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!!!

Íris (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:20

2 identicon

Held að menn verði að taka höndum saman og leysa þetta mál ÁN samfylkingarinnar.

haukur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir glæsilega frammistöðu forseta Íslands í breska sjónvarpinu hefur vaknað umræðu meðal Breta um hversu ósanngjörn framkoma þeirra er gagnvart Íslendingum.
Bretar neituðu sjálfir að greiða innistæður Bank of Scotland á eynni Mön, þar sem það væri ekki bresk lögsaga. Í öðru lagi hirtu Bretar sjálfir fjármagnstekjuskatt af Icesave i Bretlandi en ekki Íslendingar. Bretar beittu einmitt þessum sömu rökum gegn Mön!!!

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Ólafur Als

Þó svo að ekki fyndist mér forsetinn standa sig í alla staði vel, þá sýndi hann góða spretti inn á milli. Reynt hefur verið að benda á misvægi í afstöðu Breta en við því er að búast. Þeir eru að berjast fyrir eigin hagsmunum og það þykir eðlilegt og sjálfsagt að gera það með flestum ráðum. Åð sama skapi eiga Íslendingar að nálgast málið frá þeim sjónarpunkti að þeim beri ekki skylda til þess að borga. Hins vegar vitum við að samninganefndin nálgaðist viðsemjendur okkar með sektarkennd í brjósti, vopnaðir því viðhorfi að við ættum beinlínis að borga. Þá er ekki von á góðu.

Ég segi það enn á ný, nú býðst stjórnvöldum tækifæri til þess að venda kvæði sínu í kross og hefja raunverulega réttindabaráttu erlendis með sameinað Alþingi og þjóð að baki. Þvílíkt tækifæri sem henni býðst - hvað það varðar er hún öfundsverð. En því miður virðist sem henni séu allar bjargir bannaðar, kjarkleysi virðist einkenna viðhorfin um of og því mun blasa við okkur enn ein baráttan á innlendum vettvangi, í stað þess að beina kröftum okkar að hagsmunagæslu út á við.

Ólafur Als, 8.1.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þrýstingurinn kemur ekki frá Bretum og hollendingum beint, heldur frá AGS.  Þeirri gervialþjóðastofnun, sem í raun eru Rotweilerar banksteranna á Wall Street og City of London. Nú hætta þeir við endurskoðun efnahagsáætlunnar eina ferðina enn og telja sig yfir það hafna að gefa skýringar á því. Nú er ráð að rifta því samstarfi sem fyrst.

Markmið AGS er fyrst og fremst að ná fram því fordæmi að banksterarnir þurfi aldrei framar að vera ábyrgir gerða sinna og að reikningurinn verði sendur athugasemdalaust á alþýðu manna, þvert ofan í öll alþjóðalög og skyldur.

Nú þarf að taka þessa helvítins glæpona á teppið. Það þýðir ekkert fyrir það að segja að þeir séu hlutlausir í þessu máli. Annað hefur marg ítrekað komið í ljós.

Hótanirnar hafa nánast einvörðungu komið úr ranni þeirra og úr okkar eigin röðum. Nú er að bjóða þeim byrgin og sjá hvað langt þeir þora að ganga. Þeim er nefnilega ekki stætt á svona framkomu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 14:11

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur, ég er sammála þér í flestuum þetta.

Auðvitað væri mjög gott ef hagstæðir samningar myndu nást en ég tel það ekki raunhæft á þessum stutta tíma.

Í fyrsta lagi eru kosningar í Bretlandi innan skamms. Þess utan munu Bretar nýta sér veikleika okkar til hins ýtrasta sem felast einkum í samstöðuleysi og ekki síst því að Samfylkingin myndi selja ömmu sína til að komast í Evrópusambandið. 

Þess vegna  verðum við að  forðast óraunhæfar væntingar um eitthvað annað en að taka þennan kosningaslag.

Þetta verður að öllum líkindum  "dirty  hardball", þar sem ríkisstjórnin leggur líf sitt að veði.

Spurningin er hvernig útrásarvíkingar, ASÍ og erlendir aðilar, jafnvel ESB muni beita sér til að ná tiltekinni niðurstöðu?

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 14:14

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skoðaðu þetta:

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

"What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement."

"A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:11

8 Smámynd: Ólafur Als

Þakka þér fyrir þetta innlegg þitt, Einar. Hvað sem segja má um málatilbúnað þeirra Íslendinga sem vinna beint og óbeint að málstað Hollendinga og Breta, þá sýnist mér eftir sem áður að nú bjóðist einstakt tækifæri fyrir yfirvöld að sameina krafta Alþingis og þjóðar í þeim tilgangi að berjast fyrir hagsmunum íslenskra skattborgara. Ég hef þá frómu ósk að við setjum niður deilur innanlands, leggjum til hliðar argaþrasið, og hendumst í það að ná hagstæðari samningum. Ég get í raun ekki orðað þetta öðruvísi.

Ef, hins vegar, ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar vilja ekki opna á þennan möguleika er einsýnt að hér upphefjist langþráð og hatrammt pólitískt stríð sem mun ekki einasta skaða þessa ríkisstjórn, heldur og málstað Íslands til skamms tíma, jafnvel um langan aldur.

Ólafur Als, 9.1.2010 kl. 03:36

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega rétt - þ.e. tækifæri til staðar, en ef þ.e. ekki nýtt, munu átök tvímælalaust harðna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband