11.1.2010 | 12:16
Björn Valur Gíslason í smjörinu
Nefndur Alain Lipietz ruglaði ekki saman tilskipunum, þó svo að hann hefði nefnt vitlaust ártal að baki tilskipun 94. Vangaveltur þingmannsins íslenska um það hvað Alain kann að hafa haldið eru ósannfærandi og til marks um hve langt er seilst í því að verja vondan málstað. Í stað þess að grípa fagnandi hverju hálmstrái, sem kynni að styrkja málstað Íslands, þá er gripið til þess að kasta smjörklípunum. Athyglivert er þó að hann lét það vera að smyrja smjörklípunum á Evu Joly.
Björn Valur Gíslason er þingmaður fyrir VG og hann styður ríkisstjórn Íslands. Þingmaðurinn er ekki glaður yfir því að sterk og efnisrík rök eru sett fram til þess að minnka skaðann af Icesave-málinu. Hann berst ekki fyrir hagsmunum íslenskra skattþegna, heldur samningi sem hefur verið troðið ofan í kokið á auðsveipum stjórnvöldum. Stærir ekki utanríkisráðherra sig af því að vera í flokki með Gordon Brown - og jafnvel fleira samfylkingarfólk. Er Björn Valur e.t.v. einnig genginn í breska verkamannaflokkinn?
Þingmaðurinn berst fyrir vondum samningi og vondri ríkisstjórn. Hann stendur við strokkinn og strokkar smjörið, hvað hann getur. Á örlagastundu, þegar þjóðin þarf á samstöðu og bandamönnum að halda, bregðast yfirvöld borgurum þessa lands með þeim hætti að efast verður um heilindi og vit þess fólks sem er þar í forsvari og þeirra aðila sem styðja þeirra vonda málstað.
Og þetta fólk kann ekki að skammast sín.
Segir margt athugavert við málflutning Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf ferlegt þegar menn eru ekki sammála manni. Það ætti að banna skoðanir nema þær réttu.
Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 12:24
Sammála Finn.
Fá Martein Mosdal og Ríkisflokkinn í stjórn. Bara ein rétt skoðun!
Magnús Þór Jónsson, 11.1.2010 kl. 12:28
Hrikalegt hvað Björn Valur þarf alltaf að rakka menn niður. Hann veit auðvitað allt best. Svo skiptir auðvitað öllu máli að stjórnarliðar hafi haft rétt fyrir sér - sama hvað það kostar.
Eva Sól (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 12:32
Við setjum málið í nefnd, Finnur, undir þinni formennsku.
Ólafur Als, 11.1.2010 kl. 12:33
Auðvitað er erfitt að skilja hvers vegna þingmenn okkar fagna ekki öllu sem kann að verða til þess að styrkja okkar málsstað. Þetta skilja flestir íslenskir skattgreiðendur og líklega einnig hvert mannsbarn á landinu. Það er engu að síður útúrsnúningur hjá þeim Magnúsi og Finni að gefa í skyn að Ólafur hafi með þessum skrifum verið að boða einhverja skoðanakúgun. Kannski þeir félagarnir hafi næst fyrir því að setja fram málefnalega gagnrýni á þessi skrif?
Það eru auðvitað til nokkrir sem ekki geta á sér heilum tekið vegna þess að "viðbrögðin" við synjun forsetans ætla ekki að verða nógu hörð, eins og þeir spáðu (vonuðu?).
Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 12:37
Þakka þér Helgi, er þó ekki viss um innihald viðbragða þeirra Finns og Magnúsar, vona að þeir séu í liði með okkur hinum að minnka skaðann af þessu máli öllu. Verð reyndar að treysta því.
Ólafur Als, 11.1.2010 kl. 12:41
Við þetta er eitt að bæta. Lilja Mósesdóttir var í viðtali í morgun í útvarpinu á einhverri rásinni. Hún þekkir vel til þessa Alain Lipietz og hans fræðilegu starfa. Hún taldi að Björn Valur og aðrir ættu að fara varlega í nákvæmlega þessari gagnrýni sinni. Hún taldi hann efnislega hafa rétt fyrir sér, sagði að hugsanlega kynni einhverjir tungumálaerfiðleikar orðið til þess að viss ónákvæmni hefði komið fram t.d. þetta með útibú og dótturfélög. Lilja sagði að það hefði verið mun betra ef viðtalið við hann hefði farið fram á móðurmáli hans.
Hvernig væri nú fyrir fólk sem kann að hugsa líkt og Björn Valur, að það prófaði bara að láta íslenskan málstað njóta vafans á meðan það kannar nánar efnisatriðin? Í stað þess að geysast fram á blogvöllinn eins og fíll í postulínsbúð!
Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 12:42
Tek undir með Helga Kr. Ég bloggaði einmitt um þetta í morgun:
http://blogg.visir.is/gb/2010/01/11/%c3%a6tti-a%c3%b0-fara-varlega-i-a%c3%b0-gagnryna-lipietz/
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 12:48
Það er reyndar fleira sem Alain Lipietz hefði getað bent á, en það er tilskipunun er varðar samkeppninaðstæður og það að yfirvöldum leyfist ekki að tryggja innistæður í bönkum frá þeirra heimalöndum annars staðar - slíkt skerðir samkeppnisstöðu og því ólögmætt með öllu. Bretar mótmætlu t.d. því þegar Írar vildu tryggja allar innistæður heima hjá sér, hvað hefðu þeir sagt ef Írar vildu tryggja innistæður útvaldra banka í Bretlandi sjálfu? Slíkt hefði vitanlega getað riðlað öllu bankakerfinu.
Ólafur Als, 11.1.2010 kl. 12:51
Hvernig væri ástandið hjá vinstra liðinu vera ef að þingmenn stjórnarandstöðuflokkana myndu haga sér á sama hátt, ef að Evrópulagasérfræðingar á skoðun þeirra í Icesave málinu myndu vera rakkaðir niður á sama hátt og þeir hafa alla tíð gert við þá sem taka undir málstað Íslendinga gegn stjórnvöldum og umbjóðendum þeirra Breta og Hollendinga?
Þar að segja ef einhver Evrópulagasérfræðingur myndi finnast.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:10
Ólafur ég er svo sannarlega í því liði sem vill lágmarka skaðann. En ég er efasemdarmaður að eðlisfari, og efast oft stórlega um mínar eigin skoðanir, þess vegna vil ég sjá alla fleti á málinu til að öðlast skilning. Tálsýn er ekki gott nesti í þessu máli þó vonin sé annars eðlis.
Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 15:57
Þegar fólk er í fýlu ætti það að halda sér út af fyrir sig, láta sem minnst fyrir sér fara og bíða með samskipti við annað fólk þar til mesta fýlan er farin. Allt vinstra liðið er í þvílíkri fýlu yfir því að lýðurinn og forsetinn séu því ekki sammála um að þvinga þrælalögum á landann. Björn Valur ætti að skreppa upp í einhvern fjallakofa og vera þar til sumars. Miðað við svipinn á manninum mun það taka hann a.m.k. þann tíma að losna við mestu fýluna.
assa (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 17:40
Djúpt og málefnalegt assa IP.
Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 17:48
Auðvitað er rétt að leit sannleikans,þess vegna er svo létt að skrifa,þegar heimilda hefur verið aflað,þótt misritist eða einhver mistali sig um tiltekið ártal. Las færslu Ágústs Ásgeirssonar,sem veit sitthvað um Alain Lipitz.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2010 kl. 18:03
Finnur, við höfum nú spjallað lítillega áður og ef ég man rétt komumst við að e.k. þegjandi samkomulagi um að vera ósammála um sumt en sammála um annað ... en hin heimspekilega sýn þín er eitthvað sem þú verður að eiga við sjálfan þig, ekki satt? Ég get þó tekið undir það, að efinn er einnig hluti af mínum veruleika en þó ekki um alla hluti - nema hvað!
Í mínum huga er enginn efi um það að stjórnmálamönnum ber skylda til að vinna að hag þegnanna þegar staðið er í saminingum eða deilum við aðrar þjóðir. Einn stóri vandinn er að sumir virðast ekki átta sig á hvað í þeirra hagsmunagæslu felst. Mér er í raun sama úr hvaða átt menn koma, það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálakerfisins að minnka skaðann af voðaverkum Landsbankans en það felur fyrst og fremst í sér að íslenskir skattborgarar verði látnir borga sem minnst. Þetta flækist fyrir stjórnvöldum og fjölmörgum áhangendum hennar, jafnvel svo að menn grípa til vondra aðferða til þess að réttlæta afstöðu sína og gjörðir. Í stað þess að taka því fegins hendi að von sé um betri samning, að fyrri málflutningur sé mögulega á sandi byggður, þá eru fá tækifæri undanskilin til þess að viðhalda fyrri afstöðu. Jafnvel svo, að þegar menn vísa í reglur og siði, þá viðhafa menn þann vana m.a. að undirstirka orð sem mögulega sé málstað Hollands og Bretlands til áréttingar en fyrrast við því þegar bent á tvíræðni laga, óskýrleika þeirra, nú eða allt aðra túlkun en þeir hafa sjálfir haldið fram. Þetta er náttúrlega geggjun sem ekki tekur tillit til hagsmuna íslenskra skattborgara, heldur pólitískum hagsmunum - í svo stóru máli sem Icesave málið allt er, er þessi iðja í besta falli siðlaus, í versta falli glæpsamleg.
Ólafur Als, 11.1.2010 kl. 18:37
Get viðurkennt að orð mín einkenndust af tilfinningu og voru hvorki djúp né málefnaleg Finnur 11.1.2010 kl. 12.24 og 11.1.2010 kl. 15.57 Þú ættir samt að gæta þín á að gagnrýna ekki annarra manna færslur en falla svo sjálfur í sömu gildru. Það kallast að henda steini úr glerhúsi og þykir ekki skynsamlegt.
assa (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 21:46
Lilja sagði fleira í hádegisfréttum RUV: Hún sagði að við yrðum að vinna þessar kosningar þ.e. þjóðaratkvæðagreiðsluna og því stærri sem sigurinn yrði því betri samningsstöðu fengju Íslendingar.
Sigurður Þórðarson, 12.1.2010 kl. 00:30
Frábært blogg.......Frábærar athugunarsemdir.
SAMSTÖÐU !!!!!!
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:57
Get vel tekið undir ágæta athugasemd þína Ólafur (15) Þannig safnast í þekkingarsarpinn hjá mér þegar vel er borið fram. Í grunninn erum við sammála þó efinn sé mín megin.
Finnur Bárðarson, 12.1.2010 kl. 10:44
skarfur
12.1.2010 | 20:47
Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar dynja á núverandi ríkisstjórn. Svona hófst í raun þessi samningaruna. Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls! Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð. Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!
Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:57
Auðun, það er ágætt að halda þessu til haga en eins og við vitum hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Núverandi yfirvöld sóttust eftir þeim kaleik að vilja sækja þetta mál á sínum forsendum og því verða þau að bera stóra ábyrgð. Það reyndi ekki á samningsviðmiðin í tíð stjórnar Geirs H. Haarde en ef við gefum okkar að málið hefði verið rekið áfram á þessum nótum - sem talsmenn þeirrar stjórnar segja þó ekki að hafi verið vilji til eftir því sem á málið leið - hefði andstaðan og málflutningurinn beinst að þeim stjórnvöldum í stað þeirra sem nú sitja. Það er ljóst að stjórnmálastéttin nær öll brást í þessu máli, ásamt með embættismannakerfinu. Ég hef til skamms óskað þess að stjórnvöld sæju sig um hönd en hafði ekki neinn sérstakan áhuga á að koma þeim frá. Hins vegar þykir mér sem afstaða þeirra nú sé varin annarlegum ásetningi og því hef ég viljað þau frá. Þó er mér ofarlega í huga að það sem tæki við yrði á sumum sviðum ekki mikið betra en þó þannig að ég tel sum stjórnmálaöfl vera betur til þess fallin að snúa vörn í sókn á sviði efnahagsmála, svo nokkuð sé nefnt. En ekki er víst að þau hin sömu fengju til þess frið né að þau gætu staðið hina siðferðislegu vakt.
En það er önnur umræðu, nú ríður á að vinna að hag þjóðarinnar í Icesave-málinu. Þeir sem vilja finna því allt til foráttu þegar bent er á vænlegri stöðu Íslands verða því miður að liggja undir ámæli, þar sem efast er um góðan ásetning þeirra.
Ólafur Als, 13.1.2010 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.