12.1.2010 | 18:15
Mönnum er skemmt í Downingstræti 10
Það er með eindæmum að fylgjast með viðbrögðum og áherslum stjórnar og stjórnarþingmanna. Sérhvert málefnalegt álit sem gæti stuðlað að minnkun skaða af Icesave-málinu reyna menn að kveða í kútinn. Þetta er að verða lýðum ljóst á Íslandi en hefur um alllangt skeið verið þekkt á Downingstræti 10. Þar á bæ hafa menn ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum, einungis treyst á þrælslund íslenskra yfirvalda og þeirra bandingja. Það kæmi manni ekki á óvart þó að Darling og Brown trúi því að á Íslandi hafi frá því í þorskastríðunum alist upp kynslóð fáráða eða í besta falli fólks með misskilda þjóðerniskennd.
Gamanleikritið sem bresk og hollensk stjórnvöld horfa upp á er vitanlega harmleikur eins og málið horfir við okkur Íslendingum. Svo báglega er fyrir málstað okkar komið að víða eru menn farnir að vorkenna okkur. Það er svo sem ágætt ef það yrði til þess að íslensk stjórnvöld tækju sig saman í andlitinu og færu að berjast fyrir hagsmunum íslenskra skattþegna. Hins vegar þykist ég viss um að víða muni menn ekki gefa mikið fyrir andans atgervi Íslendinga, þegar stjórnvöldum tekst svo hrapallega að vinna að málstað eigin þjóðar - nema vitanlega menn þjóni öðrum herra, hafi aðra hagsmuni að leiðarljósi.
Hvernig væri nú að fletta upp orðinu kvislingur í orðabók ...
Quest tekur málstað Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Athugasemdir
Kudos!
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 18:56
Svona getur farið þegar reynt er að rétta vonlausan kúrs nokkur ár aftur í tímann. Kvislingar þjóðarinnar eru ekki við völd nú. Vera má að verkefni stjórnarinnar séu að vaxa henni yfir höfuð og ekki hafa fyrri valdhafar rétt fram litla fingur til aðstoðar. Þvert á móti. Sundurlyndið mun sökkva þjóðinni, miklu frekar en baráttan við Breta og Hollendinga.
Reið kona, 12.1.2010 kl. 19:03
Sundrungin mun halda áfram, m.a. vegna afstöðu þinnar, "reið kona". Þú ert svo upptekin af því að horfa í mistök fortðiarinnar og þær pólitísku keilur sem þú telur þig geta sótt með því, að það yfirskyggir það skylduverk að vinna að hag þegna þessa lands NÚNA. Ég skora á þig að fletta upp orðinu kvislingur í orðabók. Það þarf nefnilega meðvitaða hugsun til þess að flokkast sem kvislingur og núverandi stjórnvöld eru orðin ber að því að hafa aðra hagsmuni að leiðarljósi en þann að minnka skaða íslenskra skattborgara. Ef til vill á svipaðan máta og þú?
Líkt og þjóðin sameinaðist í þorskastríðunum, er hún hægt en örugglega að sameinast að baki eigin málstað. Þegar þessu stríði lýkur geta menn svo tekist á við argaþras dægurmálanna sem fyrr og ekki hræðist ég þá umræðu og það ætti enginn að gera.
Ólafur Als, 12.1.2010 kl. 19:57
Ég sé af mínum stuttu kynnum af blogginu hér á Mogga, að uppáhaldsorð Sjálfstæðismanna hér eru: Landráðamenn, þjóðníðingar og nú kvislingar. Fleiri orðaleppar í sama dúr fá að fljóta með. Auðvitað er ég uppteknari af fortíðinni en þú. Henni vilt þú gleyma og ekki horfast í augu við hana. Hún hverfur ekkert við svo barnalega afstöðu. Að slá pólitískar keilur? Hvað er það? Að benda á óhrekjanlegan sannleikann, staðreyndir um stjórnarhætti Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mér er það frekar dapurleg sagnfræði, en keiluspil. Mér er fullkunnugt um Quisling hinn norska og endurtek að núverandi stjórnvöld eiga enga samleið með honum. Það áttu aðrir sem tilbúnir voru að fórna fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, með því að leggja það í hendur fólks, sem þeir vissu ekkert um og kynntu sér ekkert hæfileika þess. Kíktu bara á flokksskírteinin. Kvislingar eða aular. Þú velur. Að þú skulir voga þér, litli karl, að ýja að því að ég, eða mínar skoðanir, skaði hagsmuni þjóðarinnar, segir mér bara eitt. Höfuð þitt er illa skrúfað á, eða staðsett þar sem sólar nýtur sjaldan.
Mín afstaða veldur ekki sundrun. Þvert á móti. Mér sýnist þín afstaða stuðla að hatri. Þú og þínir líkar hafa skipt þjóðinni upp í stríðandi hópa. Minnir nokkuð á Bandaríkin í þrælastríðinu. Ég stend með blökkumönnunum. Með hverjum stendur þú? Níðingunum kannski?
Reið kona, 12.1.2010 kl. 20:34
Ekkert svar, litli karl? Auðvitað ekki! Þið eruð svo brjóstumkennanlegir fyrir orð ykkar, að eðlilegt verður að teljast, að þið sparið þau, þegar viðmælendur eru tilbúnir að reka þau ofan í kokið á ykkur. Einföldu og illa innréttuðu fólki er tamt að slá um sig með gífuryrðum. Þegar á hólminn kemur reynast umbúðirnar meiri en innihaldið. Lestu þetta þér til dægrastyttingar og gamans:
Hann Bjarni Benediktsson er í afar vondri stöðu. Hann vill áreiðanlega vel, en fortíðardraugar ásækja hann örugglega reglulega. Hann sagði þetta í viðtali við Reuters fréttastofuna:
„Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál (Icesave) getur ekki haldið áfram"
Kann að vera rétt hjá hinum myndarlega Bjarna. Ég lít kannski öðrum augum á þetta mál og segi:
Flokkur sem lagði allan grunninn að þessu máli getur ekki haldið áfram að vera til. Hann skuldar þjóðinni það að leggja sjálfan sig niður.
Sammála?
Reið kona, 12.1.2010 kl. 22:07
Vá, kommentin frá Reiðri konu sýna mér að mamma hafði rétt fyrir sér eins og alltaf, maður á ekki að tjá sig þegar maður er reiður!!!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 12.1.2010 kl. 22:22
Í mínum huga er enginn vafi á því að afstaða þín (reiðrar konu) skaðar hagsmuni íslenskra skattþegna í viðleitni þinni til þess að verja vondan málstað stjórnvalda. Þér virðist fyrirmunað að skilja að hvaðan sem menn koma úr hinu pólitíska litrófi, þá stendur vilji flestra til þess að afgreiða Icesave málið á þann veg að minnka skaðann fyrir íslenska skattgreiðendur. Þessi bikar er í höndum núvarandi stjórnvalda, þau sóttust eftir honum og þeirra er að taka ábyrgð á honum.
Það er leitt til þess að vita að þú skulir hamra á mistökum fortíðarinnar í þeim sporum sem við erum nú. Það hefur komið fram hér hjá mér og eflaust víðar að taka pólitískan slag á öðrum vettvangi en þeim vígvelli sem Icesave málið er í. Hef hvatt stjórnvöld til þess að venda sínu kvæði í kross en finn að ekki er hljómgrunnur fyrir því. Það er miður og ég tel það skaða hagsmuni Íslands. Hef flutt fyrir því rök, bæði góð og eflaust ekki svo góð, en í skrifum þínum víkur þú ekki að þeirri afstöðu, né sýnir þú tilburði í þá átt að vilja halda uppi málstað skattborgara þessa lands. Því verður þú að sitja uppi með það að viðhorf þín sýnast af annarlegum toga.
Reyndar er öll orðræða þín í smjörinu, jafnvel svo að mér sýnist þú ekki sjá upp fyrir skotgrafirnar. Fyrir tæpri viku síðan hvatti ég ágætan vin, mikinn vinstri mann og innarlega í búri samfylkingarinnar, að hafa áhrif á ráðherra sína (sem hann er í góðu sambandi við) í þá veru að reyna að sætta alþingi og þjóð - ríkisstjórninni byðist einstakt tækifæri í kjölfar synjunar forsetans að stíga skref í átt til sátta. Þó svo að það hefði mögulega fest þessa stjórn í sessi þá þykir mér meira um vert að reyna að ná betri úrslitum í Icesave málinu. Pólitískan slag um aðra hluti mætti bíða betri tíma, nú þegar ríður á að ná samstöðu. Það má vera að yfirvöld sjái sig um hönd, tækifærið er ekki endanlega runnið úr þeirra greipum. Ef það yrði niðurstaðan, þá myndi sá beiski kaleikur, sem núverandi samningur ber uppi, ekki standa í vegi fyrir áframhaldandi setu við stjórnvölinn.
En þú virðist vilja tala um stjórnarhætti sjálfstæðisflokksins en ekki Icesave málið. Þegar því vonda máli lýkur á farsælli hátt skal ég taka þann pólitíska slag við þig og hlakka ég til þess þegar að því kemur. Þangað til máttu vaða í villu og svíma mín vegna en fyrir alla muni reyndu að láta fara lítið fyrir þér þangað til, orka þín og kraftur (að ekki sé nú talað um lítillæti þitt) er þessa dagana að skaða hagsmuni Íslands.
Ps. skilningur þinn á aðdraganda borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öldinni er e.t.v. ekki djúpur ef þú heldur að þar hafi ráðið mestu stuðningur við blökkumenn. En það væri efni í aðra og forvitnilega umræðu, sem verður að bíða betri tíma.
Ólafur Als, 12.1.2010 kl. 22:46
Nú líkar mér betur við þig . Nú ertu farinn að tjá þig af einhverju viti. Samt þarftu endilega að tala niður til mín, en það er ekkert nýtt fyrir mér. Við þekkjum það stelpurnar. Ég sé að þú lagðir þó nokkuð púður í svarið þitt. Sem þýðir að ég hreyfði eitthvað við þér. Eitt skaltu hafa í huga og troða inn í hausinn á þér ef þarf: Ég skaða ekki hagsmuni þessarar þjóðar. Aðrir hafa séð um það. Ég byrjaði að lesa Moggabloggið fyrir kannski tveimur mánuðum. Ég man eftir einni færslu frá þeim tíma, þar sem bloggari, til vinstri, held ég, hvatti til þjóðareiningar um lausn máls málanna. Man ekki hver hann var. Því miður. Gott að ég hreyfði við þér. Þú hefur bara haft gott af því. Endilega tjáðu þig. Slepptu þó alveg að hrauna yfir ríkisstjórnina. Hún er að vinna fyrir þig og mig. Comprende?
Reið kona, 12.1.2010 kl. 23:37
Það er mikil blessun að reiðin virðist að nokkru runnin af þér; að vísu er tekið við píslarvætti byggt á kyni og sitthvað fleira ... en blessuð komdu þér upp úr þessum skotgröfum þínum og ræðum hvernig hægt er að leiðbeina stjórnvöldum í átt að vænlegri afstöðu í Icesave - öðrum kosti munu allir tala niður til þín í því sjálfskaparvíti sem þú heldur þér í - í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar.
Ólafur Als, 12.1.2010 kl. 23:46
Æi, þetta var ekki fallegt. En hér verður vinstri stjórn næstu tólf árin. Mitt sjálfskaparvíti er ekki tengt stjórnmálum. Kannski þitt sé það. Eitt að lokum: Ég er ekki minni eða verri Íslendingur en þú, þrátt fyrir þína orðaleppa. Mundu það! Góða nótt!
Reið kona, 13.1.2010 kl. 00:13
Vinstri, ekki vinstri - það er ekki það sem málið snýst um í baráttu okkar við Hollendinga og Breta - sú umræðu mun fara fram síðar. Þangað til verður að heita á stjórnvöld og handbendi þeirra að snúa af óheillabraut sinni og taka slaginn með okkur hinum. Hver veit nema það gæti orðið til þess að vinstrið héldi vörnum í 12 ár ...
Ólafur Als, 13.1.2010 kl. 01:43
Reit kona skrifar "Ég skaða ekki hagsmuni þessarar þjóðar. Aðrir hafa séð um það"
Þú ert að skaða hagsmuni þjóðarinnar meir en þig grunar. Reyndar heimsbyggðarinnar allrar. Það sem við getum gert í þessari stöðu, gæti haft ruðningsáhrif um allan heim öllum til góðs. Þetta gæti gengið að svikamyllunni dauðri. Málið er að taka aðra stefnu og mikið af jákvæðum upplýsingum komið fram. Fólk er mun bjartsýnna á að við getum komið mun betur út úr þessu öllu saman. Ég er hvorki vinstri né hægri í stjórnmálum og aldrei verið flokksbundinn neinu nema réttlæti og virðingu. Hættum að berjast innbyrðis og reynum að sameinast. Geimum aðeins það liðna og einbeitum okkur að núinu svo við getum haft góða framtíð. Þetta snýst ekki um hag vinstri eða hægriflokkana heldur um hag þjóðarinnar. Okkar allra. Siðferðisrétturinn er okkar megin og margt bendir til að sá lagalegi sé það líka. Það hefur farið aðeins fyrir brjóstið á manni undanfarna daga hvernig stjórnarmeirihlutinn virðist hafa tekið stöðu gegn þjóðinni. Ég hef tamið mér góða reglu sem hefur virkað vel fyrir mig og umhverfi mitt, en hún er "Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá er best að þegja".(Á kannski ekki alltaf við en samt góð ) Hættum sandkassaleikjunum og stöndum saman og verum jákvæð og bjartsýn á framtíðin. Það mun senda sterkt signal til cosmo sem mun beina eitt hverju góðu í átt til okkar
Ps. Reið kona, vegni þér, mér og öllum hinum sem best í framtíðinni
Alexander (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 02:51
Vel mælt, Alexander.
Ólafur Als, 13.1.2010 kl. 03:45
Litli karl!!! (Reid kona) hlytur ad thekkja thig Óli min fyrst hún talar svona fallega til thín !
Sæmi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.