14.1.2010 | 10:46
Jónína Rós Guðmundsdóttir í drullumalli
Ætli mér sé ekki farið og ýmsum öðrum, að þingmaðurinn Jónína Rós Guðmundsdóttir, var mér algerlega ókunn fram til þessa. Hún tengist eitthvað Austurlandi, e.t.v. Egilsstöðum, þeim ágæta bæ. Ég komst að því að hún var fram á síðasta haust með bloggsíðu en þar kemur m.a. fram að hún hefur áhyggjur af stöðu Íslands á meðal þjóðanna, eins og vera ber - hún vill ekki að Íslendingar verði metnir ómerkingar í samskiptum sínum við aðra.
Þessi eflaust vel meinandi kona hefur nú stigið í drullupoll og það verður vandséð hvernig á að bjarga henni upp úr því foraði. Þó svo að hún hugsi forsetanum þegjandi þörfina, kann hún ekki að hemja bræðina út í Ólaf og hefur fest nafn sitt við hina arfavitlausu áskorun um að forsetinn segi af sér vegna synjunarinnar. Hvað ætli þessu fólki gangi annars til? Heldur það í alvöru að áskorun af þessu tagi sé til þess gerður að efla orðspor lands og þjóðar?
Jónína Rós hefur opinberað greindarskort sem kann að verða henni fjötur um fót - þó verður að hafa í huga að hún fyllir all stóran hóp framámanna sem hafa stigið í fjölmarga drullupolla um dagana, suma stærri en þann sem Jónína Rós steig í nú. Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason eru, að ég held, enn í drullumalli vegna útlegginga þeirra á orðum franska hagfræðingsins, Alain Lipietz. Hvort Jónína Rós finnur sér skjól í mistökum annarra veit ég ekki, en þetta faux pas þingkonunnar er enn einn bautasteinninn á óheillavegferð samfylkingarinnar.
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Ekki illt innræti sem liggur að baki heldur eflaust einhver brenglun eða álíka. Óska þessari kona velfarnaðar en þessi gjörningur mun sverta hennar orðstýr að eilífu, vart mark takandi á henni inná þingi eftir þetta því miður.
Baldur (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:34
Já, þau eru að verða æði mörg óheillaspor samfylkingarinnar í þessu máli og miður fyrir þingkonuna að verða uppvís að annarri eins vitleysu.
Ólafur Als, 14.1.2010 kl. 11:44
Kæri Ólafur, að gefnu tilefin verð ég að minna þig á hin sígildu sannindi að "aðgát skal höfð í nærveru sálar".
Jónína Rós er augljóslega einföld sál og óvön í pólitík og ég hef haft spurnir af því að hún hafi verið plötuð til að leggja nafn sitt við þetta af fólki sem hún hélt að væri henni velviljað. Hvernig má annað vera?
Sigurður Þórðarson, 14.1.2010 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.