Heilbrigðisfrumvarpið að breytast í Icesave þeirra Bandaríkjamanna?

Repúblikaninn Scott Brown vann í gær, þriðjudag, fyrir hönd Massachusettsríki sæti í öldungadeildinni með því að hafa betur gegn frambjóðanda demókrata, Martha Coakley - dómsmálaráðherra sama ríkis (fylkis, fyrir þá sem það kjósa frekar). Sigurinn er sögulegur, enda hafa demókratar haldið þessu sæti í hálfa öld, þar af í 47 ár í höndum Ted Kennedy, gamla ljónsins, sem lést á síðasta ári af völdum krabbameins.

Þrátt fyrir áskoranir og áköll forsetans og eftirlifandi eiginkonu Kennedys, Vicky Kennedy, voru kjósendur ekki á því að hlíða kalli þeirra og viðhalda því tangarhaldi sem demókratar hafa haft í ríkinu um langan aldur. Þessi úrslit eru einnig athygliverð í ljósi þess að Kennedy hafði lengst af síns pólitíska ferils barist fyrir breytingum á heilbrigðiskerfinu í anda þess sem Obama berst nú fyrir. Sú barátta kann að taka á sig breytta mynd, nú þegar ljóst er að demókratar geta ekki lengur staðið gegn s.k. málþófi minnihlutans. 

Brown hefur lýst því yfir að hann sé hlynntur breytingum á heilbrigðiskerfinu, en greinir nokkuð á um leiðir við Obama og marga demókrata. Obama kann því að standa frammi fyrir því að gera enn á ný breytingar á frumvarpi sínu og má segja að heilbrigðisfrumvarp hans sé farið að minna nokkuð á Icesave frumvarp stjórnvalda hér. Síðar á árinu verður kosið til fjölmargra sæta í öldungadeild og fulltrúadeild og ljóst að demókratar munu eiga á brattann að sækja. Kjósendur eru orðnir óþolinmóður eftir góðum fréttum frá Washington, efnahagurinn hefur ekki batnað, stríðið í Afganistan hefur snúist til verri vegar og ekki sér fyrir endann á heilbrigðisfrumvarpinu, sem að því er virðist hefur tafið umræður og aðgerðir í efnahagsmálum.

Hvort sigur hins nær óþekkta Brown í öldungadeildarsæti fyrir Massachusetts boði gósentíð fyrir repúblikana er óvíst. Óflokksbundnir (óháðir) kjósendur eru þessa dagana ekki ánægðir með forsetann, sem þeir áttu stóran þátt í að koma til valda. Obama nýtur lítilla vinsælda en þó er ekki að sjá að í röðum repúblikana sé að finna verðugan andstæðing hins sitjandi forseta í næstu forsetakosningum. Til þess að slíkur einstaklingur fyndist þyrfti sá hinn sami að sameina hinn sterka íhaldsarm flokksins, með öllum sínum kristnu tengslum, og frjálslyndari hægrimenn og þar með óháða. Hvernig þessir tveir armar eiga að starfa saman er og verður ráðgáta repúblikanaflokksins á komandi árum. Þangað til verða Demókratar að treysta því að þeir klúðri ekki of mörgum málum til þess að viðhalda völdunum í Hvíta húsinu.


mbl.is Treður frumvarpinu ekki í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband