Hvað veldur þessari taugaveiklun?

Íslenska liðinu tókst hið ótrúlega undir lokin, að missa unninn leik niður í jafntefli. Að vísu áttu Austurríkismenn skilið þetta stig, jafn vel og þeir spiluðu í þessum leik. Þeir fóru með rétta hugann í þetta verkefni, á meðan íslensku strákarnir voru greinilega ekki rétt stemmdir. Gerðu menn ráð fyrir að austurríska liðið myndi ekki gefa sig alla í þennan leik?

Það bíður leikmanna og þjálfara gríðarlega erfitt verkefni að takast á við vonbrigði síðustu tveggja leikja. Í stað þess að geta mætt í Danaleikinn eins og hvern annan baráttuleik bætist nú við aukaálag vegna hættunnar á að komast ekki upp úr riðlinum. Leikur liðsins til þessa gefur ekki von um bjartsýni. Svo gæti farið að íslenska liðið þyrfti að treysta á úrslit í öðrum leikjum en ef svo færi yrði staða okkar ekki góð í milliriðli og nánast úr sögunni að spila til verðlauna.

Það er eftirtektarvert hve leikur liðsins er óstöðugur og óöryggið áberandi í bæði vörn og sókn. Þó svo að einstaka leikmenn sýni ágæta spretti er liðsheildin ósannfærandi. Flæði vantar í leik liðsins og reyndar furðulegt að sjá hve leikmenn eru seinir aftur. Ítrekað gátu Austurríkismenn skorað auðveld mörk eftir misheppnaðar sóknir okkar manna. Undir lokin gerðist það, sem engan grunaði þegar stutt var til leiksloka, að áræðnir andstæðingar refsuðu okkur grimmilega fyrir mistök og lönduðu verðskuldað sínu fyrsta stig á mótinu. Dagur á lof skilið fyrir að ná því besta út úr sínu liði á meðan Guðmundur á enn langt í land með að fylla leikmenn sína baráttuanda.


mbl.is Klúðruðu stigi í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hvar var markmaðurinn í lokin?

Sveinn Elías Hansson, 21.1.2010 kl. 20:09

2 identicon

Markmadurinn var ad skrifa inn sig á megrunarnámskeid !

Saemi (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Ólafur Als

Markvarslan er ekki höfuðverkurinn - andlega hliðin er í ólagi, en hvað veldur því er mér spurn?

Ólafur Als, 21.1.2010 kl. 20:44

4 identicon

Liðið var komið á verðlaunapall áður en mótið hófst,  fjölmiðlar eiga að halda kjafti fyrir svona mót og einning vantar eitt sem er...mest important en það er leikgleði.

hafþór skúlason (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband