Ritstjóri á dindlabuxunum

Samfylkingin er þessa dagana í sálarkreppu. Hún hefur þegar tapað sínu öðru stóra máli - sem kennt er við Icesave - breið herdeild krata líður hálf illa yfir því, að glytti í betri samning. Mörgum eðalkratanum hefur þótt það viðunandi að íslensk þjóð borgi fyrir klúður einkabanka, m.a. til þess að festa í sessi það sem kalla mætti pólitísk afglöp fortíðarinnar. Fyrir þá friðþægingu íslenskra jafnaðarmanna hefur stór hluti þjóðarinnar ekki hug á að greiða, þó svo að ýmsir kunni að deila þeirra pólitísku söguskoðun.

Spunameistarar krata hafa m.a. haldið því á lofti að tafir á afgreiðslu Icesave feli í sér tap upp á ómælda milljarða. Að mestu órökstutt. Háleit markmið um uppbyggingu og endurreisn, þúsundir nýrra starfa o.s.frv. hafa strandað á ósætti og stefnuleysi stjórnarflokkanna - og þetta vita menn. Að vilja kenna Icesave um er hjákátleg tilraun til yfirklórs - eins og lélegur farsi - en til eilíflegs marks um hve duglegir spunameistarar krata geta verið og trúgjarnir áhangendurnir (strumpaherdeildin og aðrir dindlar) eru.

Hitt stóra málið, sem kratar eru kvíðnir yfir, er ESB-umræðan. Íslenskir jafnaðarmenn standa höllum fæti á þeim vettvangi og það er þeim sárt. Jafnvel sárara en að geta ekki klínt Icesave-reikningnum alfarið á sjallana. Það skal ýmsu til kostað að reyna að breiða yfir getuleysi stjórnvalda, núverandi stjórnarherrar og þingmenn munu reyna í fremstu lög að blása í glóðir þessarar misheppnuðu vinstri stjórnar. Hagur og vilji þjóðarinnar er í öðru sæti. Nú skal herjað á Framsókn og spunnið og spunnið.

 


mbl.is Karl Th.: Töfin hefur þegar kostað tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Endalaus spuni sem við fáum að heyra, eftir því hvernig vindurinn blæs.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 20:05

2 identicon

Já þetta er ótrúlegur spuni. Hlýtur að koma þeim í koll.

Sigurður I (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband