Hin týnda skjaldborg

Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga hafa beðið eftir margnefndri skjaldborg, sem aldrei kom. Það er því afar táknrænt fyrir vangetu núverandi stjórnvalda og yfirvalda yfirleitt, að það helsta sem minnir á skjaldborg á Íslandi, skuli vera girðing utan um samkundu löggjafarvaldsins.
Þó verður að segjast eins og er, að það er skiljanlegt að lögregluyfirvöld vilji forða Alþingishúsi frá spjöllum og tryggja vinnufrið þar innandyra. Það er vonandi að mótmælin í kvöld verði hávær en jafnframt án ofbeldis.
mbl.is Girðing um Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnum reiði okkar en sleppum öllum skrílslátum.

axel (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er Álborg með niðurgreiddu rafmagni frá Rio Tinto.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.10.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir eru svo álverssinnaðir í lögreglunni. Nú verður byrjað að framleiða öryggisgirðigar á Reyðarfirði.

Árni Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já og eins og í flestu öðru verða íslendingar örugglega strax fremstir í heiminum við að smíða öryggisgrindur úr áli.

Þórir Kjartansson, 5.10.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband