Vonbrigði ?

Við fyrstu sýn virðist hin dræma kosningaþátttaka vera vonbrigði, jafnvel vitnisburður um misheppnaða vegferð. Áhugaleysi stórs meirihluta þjóðarinnar um útkomu kosninganna á sér eflaust ýmsar ástæður aðrar en helbert áhugaleysi eða það hve sumum hafi þótt kosningin flókið ferli. Sumir hafa bent á að í flóru fjölmargra frambjóðenda hafi vantað fjölmargar hávaxnar bjarkir. Úrval karla og kvenna var þó vissulega til staðar en málflutningur allt, allt of margra var svo keimlíkur að nálgaðist síbylju. Inn á milli var þó að finna alvöru raddir, sem lýstu sér í skýrri framsetningu hugmynda þeirra.

Frambjóðendum voru settar afar þröngar skorður um kynningu á sjálfum sér og fjöldi þeirra slíkur að ekki var tilefni til umræðu um viðhorf þeirra með hefðbundnum hætti. Ég vona bara að í þeirri vinnu sem fram mun fara á næsta ári muni þeir sem valdir verða sjá, svo dæmi sé tekið, að umgengnin og nýtingin á náttúruauðlindum stendur almenningi næst, ekki bara eignarhald. Fleira mætti og nefna, sem ber vitni um óskýra framsögn margra en á þetta mun vissulega reyna og verða í höndum og valdi þeirra sem betur þekkja til að leiðbeina hinum.

Núverandi stjórnarskrá var ekki orsök hrunsins. Samt hafa sumir sett mál þannig fram að nú ætti að smíða nýtt Ísland og að þessi kosning væri veigamikið skref í þá átt. Þeir hinir sömu verða að endurskoða þá afstöðu sína að nokkru. Enn er þó ekki tilefni til þess að gera lítið úr kosningunni - endanlegra úrslita verður ekki að vænta fyrr en næsta vor, ætla ég ... vona ég.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:

Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.

Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.

Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)

 Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.

NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!

Andspyrnuhreyfing Íslands (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurjón

Hvers vegna í ósköpunum gátuð þið þá ekki drullast til að kjósa EINN fyrir ykkar hönd á þinginu?!

Sigurjón, 28.11.2010 kl. 00:57

3 identicon

Ég kaus eins marga og ég gat...En mér dettur ekki í hug þessi ríkisstjórn fari að hlusta á stjórnlagaþing nema til að koma eigin plotti og samsæri að. Stjórnlagaþing með fullu viti yrði strax hunsað eins og vilji almennings almennt, bara "ráðgefandi" eins og ESB....ha? Burt með þetta pakk! En meðan sauðirnir trúa þeim halda andlýðræðislegu glæpamennirnir völdum.

Andspyrnan (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 04:58

4 identicon

Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.

Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.

Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...

Anti-Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það sem ég held að 60% þjóðarinnar sé að segja er að það séu svo mörg önnur verk sem þarf að vinna áður en við leggjum af stað í þetta mál. 

Sú sögn gæti hljómað svo sem eins og Halló!!!  Jóhanna, hættu að búa til feluleiki og farðu að gera eitthvað að vit eða snáfaðu á braut og láttu okkur í friði.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 23:14

6 Smámynd: Ólafur Als

Skemmtilegar flugur og samsæriskenningar hjá ykkur herramenn ... þó svo að ég vilji núverandi stjórnvöld frá, þá ætla ég þeim ekki fyrirfram að hunsa niðurstöðurnar. Það verður afar forvitnilegt hvernig þingmenn, ekki bara stjórnarinnar, munu taka á málinu á vordögum eða síðar. Ef til vill er það svo að þjóðin hefur um margt annað að hugsa en þessa vegferð, sem ég nefni svo, svo sem að stjórnmálamenn og sérílagi núverandi stjórnvöld, hugi að högum fjölskyldna þessa lands en festi sig ekki um of í ismunum sínum. Núverandi stjórnvöld hafa svo vandlega klúðrað málum að jafnvel sjálfstæðismenn eru á ný orðnir vænlegur valkostur - svona skásti kosturinn af mörgum slæmum ???

Ólafur Als, 28.11.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband