Færsla til vinstri

Ég hef áður komið að því að pendúll stjórnmálanna sveiflast til vinstri þessa dagana. Um þetta vitnar m.a. nýjasta Capacent Gallup könnunin. Umhverfismálin valda hér nokkru en eflaust kemur fleira til. Frá miðjunni hafa margir færst til vinstri; Vg fá fylgi bæði frá Sf og Framsókn á meðan Sjálfstædisflokknum tekst að halda að mestu í sitt fylgi. Áberandi er hve margar konur hafa tekið þetta hliðarskref til Vg í stað þess m.a. að fylkjast að baki formanns Sf, ISG. Margar konur virðast þrátt fyrir allt kjósa femeniskar áherslur Vg umfram stuðning við kynsystur sína, ISG. Þetta hljóta að teljast merkileg tíðindi ef marka má niðurstöður skoðanakannanna.

Umhverfismálin, eins og þau eru sett fram þessa dagana, eiga sér trúverðugustu fulltrúana innan Vg. Að vísu eru þeir ekki hreinar meyjar í þeim efnum en stórt til tekið hafa þeir hreinasta skjöldinn. Samfylkingin getur hlaðið sig skrautfjöðrum, med Andra og fleiri í fararbroddi, fram í rauðan daudann; eftir sem áður stendur myndin af formanninum brosandi vid Kárahnjúkavirkjun í fölskvalausri aðdáun á framkvæmdunum þar. En vitanlega er batnandi mönnum best að lifa. Í öllum flokkum.

Síðustu daga hefur komið upp sérstakt mál sem hefur gefið Vg tækifæri til þess að sýna á sér sínar feminisku hliðar með keim af forræðishyggju. Heldur hefur mér þótt undarlegt að fylgjast með því hve ötullega ýmsir fulltrúar Vg hafa reynt að afneita forræðishyggjunni sem birtist í þeirra málflutningi. Er Vg kannski ekki sósíalískur flokkur? Ætla menn nú að afneita róttækri félagshyggju sem alla jafna er tilbúin að fórna réttindum einstaklingsins og e.t.v. boða frjálslynda jafnaðarstefnu? Hið eina sem skilur þá Vg og Sf að er stefnan í Evrópusambandsmálum.

Vitanlega er þetta ekki svona, þrátt fyrir yfirlýstan vilja einstakra stuðningsmanna Vg. Á hægri kantinum eru e.t.v. ekki margir sannir frjálshyggjumenn, en þar afneita menn ekki sínum áherslum svo glatt. Það hefur ávallt verið styrkleikamerki Sjálfstæðisflokksins hve frjálshyggjuarmurinn hefur getað unnið vel inn á miðjuna í flokknum. Þessi samvinna einstaklingshyggju og e.k. frjálslyndrar jafnaðarmennsku hefur skilað flokknum forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum frá upphafi. Nú reynir á að flokkurinn komi fram með ferskar áherslur í sumum málum (undirstrika umhverfismálum) og hristi af sér doðann sem fylgir langri stjórnarsetu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Ólafur og takk fyrir þínar athugasemdir á síðunni minni. Ég bætti við umræðuna þar.

Ég mun fylgast með þínum skrifum hér eftir. Þú átt mjög athyglisverða spretti!

Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Ólafur Als

Þakka þér fyrir þessi orð Haukur. Bætti enn frekar við spjallið á síðunni hjá þér. Við höldum svo vonandi áfram að finna sameiginlega fleti, nú eða mál þar sem okkur greinir á.

Ólafur Als, 7.3.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband