8.3.2007 | 08:18
Er óþekktin að fara með Samfylkinguna?
Nú ættu Vg-liðar að kætast í kjölfar nýjustu skoðanakönnunar Blaðsins og Sf-menn að sama skapi að óttast um hag sinn. Einhverjir kynnu að halda að umræðan um netlögguna hafi skaðað Vg en svo virðist ekki vera. Athyglivert er að sameiginlegt fylgi Vg og Sf breytist lítið á milli kannana sem gefur til kynna að Vg reyti þessa dagana einungis af Sf. Eftir standa óákveðnir sem reynslan sýnir að Sf hefur möguleika á að ná til sín, en einnig Framsókn, því óákveðnir leita fremur inn á miðjuna en út á kantana. Reyndar hafa þeir einnig leitað til farsælla og skeleggra foringja en eins og málin standa þessa dagana hefur SJS gert það gott í samanburdi við t.d. ISG.
Eins og ljóst má vera getur enn fjölmargt gerst fram að kosningum. Að upp undir fjórðungur kjósenda styðji Vg er í mínum huga óskemmtileg tilhugsun og eina vonin um að fylgið fari niður á við er að Sf nái vopnum sínum. Ég hef fram að þessu spáð bættu gengi Sf en svo virðist sem þeir klúðri hverju málinu á fætur öðru. Tilhneyging þeirra til þess að slá sig til riddara og skreyta sig fjöðrum í hverju málinu á fætur öðru, stundum í fullkomnu ósamræmi við fyrri stefnu, er ósannfærandi og kjósendur hafa fram til þessa refsað þeim í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Viðbrögð Sf-fólks hafa ekki verið sannfærandi: Í fyrsta lagi að kvarta undan "óvilhallri gagnrýni", í öðru lagi að láta sem ekkert sé og í þriðja lagi að sýna hroka. Minnir mann óneitanlega á óþekkan krakka.
Hrokinn og sjálfshólið hefur reyndar fylgt jafnaðarmönnum all lengi. Þeim hefur í gegnum tíðina verið tamt að ræða um ágæti eigin skoðana og talið að þeir, sem ekki vildu eiga með þeim samleið, væru t.d. öfgasinnar, saklaus fórnarlömb, undir hæl Sjálfstæðisflokksins, vont fólk eða einfaldlega bjánar. Eins og margir á vinstri vængnum telja þeir að, vegna þess að hjarta þeirra slær vinstra megin, þá séu þeir meiri mannvinir en aðrir. Það hlýtur óneitanlega að vera uppörvandi að búa við slíkan heilagleika; ætli komi fram tár hjá eldheitum jafnaðarmönnum þegar þeir í einrúmi hugsa um eigið ágæti ... eða láta þeir sér nægja að svífa inn í draumalandið med bros á vör?
Óþekkt Sf hefur fært vopnin úr höndum þeirra og ef stuðningsmenn Sf láta nú ekki af þessari óþekkt mun Vg halda áfram að valta yfir þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem ég styð. þótt ekki kjósi ég VG.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.