Birtir til um síðir?

Í gær var veðrið með eindæmum gott hér í Odense, sól og fimmtán stiga hita. Vidbrögðin létu ekki á sér standa, fólk sat úti við og sötraði kaffi eða bjór og fengu sér sígarettu, ungir tylltu sér niður í görðum bæjarins og brosviprur sáust á stöku andliti eftir langan og votviðrasaman vetur hér í Danmörku. Að vísu var fólk enn íklætt vetrarbúningi enda Danir vanari hlýrra loftslagi en við - en heima hefðu sundlaugarnar fyllst af ungum sem öldnum og stuttbuxurnar fengið fyrstu prufukeyrslu ársins.

Ég horfi til þess að vorið sé komið í Danaveldi, ólikt því sem var í fyrra þegar vorið kom ekki fyrr en í mai. Að vísu liggur þykkasta þoka yfir Fjóni í morgunsárinu daginn eftir, líkt og timburmenni eftir gleði gærdagsins, en veðurstofan spáir ad þokunni muni létta og góða veðrið brjótast fram á ný. Vonandi mun hulunni einnig verða svipt af hinu sanna eðli vöggustofu sósíalistanna heima - hve lengi munu kjósendur leyfa þeim að fela sig á bakvið grímu náttúruverndar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ Óli minn, hvað heldurðu að stór hluti kjósenda grannskoði málefnin? Hvað heldurðu að stór hluti kjósenda gaumgæfi hvað sé skynsamlegt í efnahagsmálum - sem eru jú það sem öllu skiptir.

Ef allir tækju ákvarðanir um sitt atkvæði út frá vitrænun athugunum, þá þyrftum við  engar áhyggjur að hafa.

jonas skagfjord (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Jónas,

maður reynir að nálgast málin á eigin forsendum án fordóma um annarra ágæti eða fjalla um hve grunnt skynsemin ristir hjá þeim - vitanlega er hægt að viðra ýmsar skoðanir þar um en best að láta fólk njóta vafans ...

Eftir stendur sú sérkennilega staða að kjósendur virðast styðja forræðisöflin sem aldrei fyrr og það er okkar skylda að berjast gegn gerræði þeirra. Gangi þér allt í haginn Jónas.

Baráttukveðjur,

Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 16:54

3 identicon

Jú jú vissulega.

En þetta er nú samt sú tilfinning sem ég fæ yfirleitt af tali mínu við róttæklinga: að  það sé ýmislegt annað en yfirveguð umhugsun um hvað þjóðinni sé fyrir bestu sem ræður vali þeirra.

Þar eð ég stúdera mjög efnahagsmálin get ég því miður ekki annað en tekið eftir hvað er fátítt að fólk, en einkum róttæklingar, hafi nægan skilning á því hvernig sú afar mikilvæga maskína virkar.

Mætti kannski slá því fram að efnhagsmálin væru 95% þess sem máli skiptir varðandi landstjórnina, en aðeins lítill hluti kjósenda sem hefur þekkingu til að vega og meta áhrif þeirra efnahagsstefna sem í boði eru.

Og eflast allstór hluti kjósenda sem spáir bókstaflega ekki neitt í efnahagsmálin þegar gengið er til kjörklefa. 

Þetta finnst mér dálítið alvarlegt mál. 

jonas skagfjord (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:19

4 identicon

Gáðu að því Óli að ég var einu sinni róttæklingur sjálfur og man hvað þá var víðs fjarri mér að velta hlutunum fyrir mér. 

Hér er drungi í dag líkt og í Danaveldi. Er annars gott að vera í Danmörku? Maður er jú farinn að hugsa um í fullri alvöru hvort ekki sé rétt að gefa Íslandi frí - svona eins og 4 ár kannski.

jonas skagfjord (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:30

5 identicon

Eða já, ég spyr: kemurðu auga á einhverja vitræna ástæðu þess að fara að kalla róttækan sósíalisma yfir þjóðina?

Þetta er svona stemmning sem manni fyndist jú ósköp eðlilegt að myndaðist í menntaskóla. En að leggja þjóðlífið undir þetta, hmm, maður er bara orðlaus.

jonas skagfjord (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:38

6 Smámynd: Ólafur Als

Sólin bægði þokunni frá um síðir í dag og steig hitinn í 12 C en allt eins víst að sagan endurtaki sig á morgun. Danmörk hefur sína kosti sem m.a. tengjast náttúrufari og menningu en tungumálið er jafn tormelt og þegar við vorum öll í skóla. Skattagleðin gerir það að verkum að venjulegur Dani hefur takmörkuð fjárráð en sérhverri aukningu tekna er mætt með óheyrilegri, aukinni skattbyrði. Stundum hafa Íslendingar sagt Dani níska en aðgætni þeirra í fjármálum, ásamt ódyrum bjór, er í raun eina vörn þeirra gegn allt umlykjandi faðmi verferðarsamfélagsins - sem þeir öðrum þræði tilbiðja - mætti kalla pólitísk Stokkhólmseinkenni. En annars eru þeir viðræðugóðir og blessunarlega lausir við áhuga á Íslandi - finnst nóg um sitt - og lausir við forræði róttækra femenista og heilsufasistanna. Hver veit nema maður bloggi eitthvað um veru mína hér síðar ...

Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Lestrarkvittun

Rúnarsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:17

8 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Hættu nú að blogga um þetta frelsi þitt og frjálslyndi og segðu okkur frekar frá sólinni, bjórnum og þokunni á Fjóni. Þú færð miklu meiri lestur þannig.

Birgir Guðjónsson, 13.3.2007 kl. 21:56

9 Smámynd: Ólafur Als

- meira um bjór og annað ágæti héðan úr Danaveldi síðar!

En frelsið "mitt" verður aldrei langt undan enda hef ég þá grillu í höfðinu Biggi að það er um leið frelsið þitt - á enn eftir að sanna tilvist mína hér í bloggheimi sem rómantískur grallari og læt mér því nægja að stunda pólitíska þrætulist ... enn um sinn.

Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 22:10

10 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Líst vel á léttar skemmtisögur svona inn á milli

Birgir Guðjónsson, 13.3.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband