Að umgangast Dani

Vorið gæti allt eins verið komið hér á Fjóni. Næstu daga er búist við mildu veðri en ekki miklum hlýindum. Fuglarnir syngja á morgnana og gróðurinn er að velta því fyrir sér hvort Vetur konungur sé farinn í frí. Annars virðast Danir ekki kippa sér upp við þetta, fremur en fjölmargt annað. Um daginn þegar allt var um koll að keyra í Kaupmannahöfn vakti það almenna athygli, og merkilegt nokk var almenningur afar sáttur við framferði lögreglunnar, en umræður á kaffistofum snerust um fjölmargt annað - enda forðast Danir umræður um stjórnmál á vinnustaðnum. Dagfarsprýði og almennt jafnaðargeð virðist einkenna þessa þjóð sem ól afa minn í föðurætt.

Hér hef ég eignast nokkra vini og hittumst við reglulega aðra hverja helgi yfir góðum mat og drykk. Flestir þeirra styðja miðju eða vinstri flokka (en ekki Venstre!) en við nánari skoðun eru fjölmörg viðhorf þeirra afar frjálslynd, einnig í efnahagsmálum. Það sem ákvarðar þeirra pólitíska landslag er öðru fremur viðhorfið til velferðarsamfélagsins og þeirrar skattpíningar sem viðhald þess krefst. Þeim er í raun brugðið ef maður gefur ekki velferðinni fullan honör en vegna síns góða geðs fara þeir ekki á límingunum yfir vanhelgi Íslendingsins.

Ólíkt nágrönnum þeirra fyrir norðan eru Danir ekki sérlega áhugasamir um Ísland - enda nægjusemi þeirra við brugðið - og er ég afar sáttur við það. Vinir mínir hér sýna þó kurteislegan áhuga á einstaka fréttum af landanum og langar reyndar að heimsækja klakann innan tíðar. Hins vegar vakti umræða róttækra femenista forvitni og undrun hjá þeim enda ekki vanir slíku ofstæki á viðlíka sviðum mannlífsins sem umræðan þakti. Almennt umburðarlyndi og jafnaðargeð gerir Danmörku um margt að þægilegum griðarstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hrönn

Nei sælir, varð að kvitta

Maður finnur voril kroppnum við þessar færslur, langar helst sitja úti með vel kælt hvítvín, sólgleraugu og hugga sig með jafnaðargeðs dönum.

Sigga Hrönn, 14.3.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Ólafur Als

Takk fyrir - vonandi finnurðu jafnaðargeðs Íslendinga til þess að njóta hvítvínsins með ...

Ólafur Als, 14.3.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband