Himinhátt fall

Þad hefur ekki verið ánægjulegt að fylgjast með gengi míns liðs í enska boltanum undanfarin misseri. Ég er hér að vitna í gengi Leeds Utd. en þeir eru við það að falla um enn eina deildina. Fyrir örfáum árum voru Leedsarar í undanúrslitum stóru keppninnar eftir að hafa m.a. slegið út Barcelona en síðan hefur sigið á ógæfuhliðina. Leeds Utd. var á meðal stóru liðanna og hömpuðu m.a. Englandsmeistaratitlinum fyrir um 15 árum síðan. Nú sér maður fram á magra tíð og heldur óspennandi - en víst er að ég mun ekki yfirgefa mitt félag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband