14.3.2007 | 18:33
Dolly Parton heillar
Vinur minn einn, sem býr í Gautaborg, fór á tónleika með Dolly Parton í vikunni og segist geta dáið hamingjusamur maður eftir þá lífsreynslu. Dolly er á tónleikaferð um Skandinavíu þessa dagana og virðist heilla marga með flottum söng og skemmtilegri framgöngu. Eins og eðlilegt má telja verður mörgum tíðrætt um blessaðan barminn á henni og fóru m.a. fram umræður um þessa kántrískvísu í danska sjónvarpinu í síðastliðinni viku. Hún er orðin 61 árs gömul og segir svo sjálf frá að það sé mikil fyrirhöfn og fjárfrek að viðhalda útliti sínu. En söngurinn er flottur hjá kerlu og rifjast upp slagarar á borð við: næn tú fæv, djólín, hír kom agen o.m.fl. Er von á henni til Íslands?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.