Bingó í veðurblíðunni

Ég var víst heldur fljótur á mér fyrr í vikunni þegar ég boðaði vorkomu hér á Fjóni. Nú er allt útlit fyrir að kaldir vindar muni blása norðan úr höfum alla næstu viku og slökkva von um snemmbúnar ánægjustundir yfir köldum bjór í vorsólinni. Reyndar sagði nágrannakona mín áðan, meira í gamni vona ég en alvöru, að þessir vindar stöfuðu frá Íslandi. Er ekki viss hvort Danir unni okkur Íslendingum ad kaupa skútuna OG færa þeim heimskautaloft. Hún er á meðal margra Dana sem hafa farið snemma á lífeyri og hefur því nægan tíma að sitja yfir veðurfréttum heima hjá sér. Ekki slæmt að rekast á hana og ræða um daginn og veginn ef maður passar sig á að festast ekki of lengi. Tók mig tvö, þrjú skipti að átta mig á að kerlan var til í spjall langt fram eftir degi en nú kann maður orðið lagið á henni.

Reyndar er það ekki orðum ofaukið að þegar vindur blæs hér og hitinn nálgast frostmarkið vildi ég miklu fremur vera heima á Íslandi. Hátt rakastig gerir það að verkum að kuldinn bítur hér fastar og lengur ólíkt því sem er t.d. heima þar sem loft er mun þurrara. Sá gróður sem hefur látið á sér kræla mun eflaust staldra við og furða sig á ósamræmi veðurguðanna en mæta sterkur til leiks þegar hlýnar á ný. Ætli maður bíði því ekki enn um sinn með að lýsa endanlega yfir vorkomunni. Manni skilst að það sé líka leyfilegt að spila bingó um páskana hérna og hvað er betra en að sötra kaldan bjór í veðurblíðunni og dreyma um bingókvöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Skora á þig að gera góðverk og fara með þeirri gömlu í bingó.

Birgir Guðjónsson, 16.3.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Ólafur Als

Er ekki viss um að geta klárað heilt kvöld með henni blessaðri - ef þú átt leið um Fjón er aldrei að vita nema maður taki þiig með!

Ólafur Als, 16.3.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband