25.3.2007 | 09:39
Sólin skín í dag
Hitinn var ekki sérlega hár í morgun en ört stígandi og allt útlit fyrir yndislegan og sólríkan vordag. Á eftir ætla ég að þrífa bílinn, innan sem utan. Síðar kíki ég til vinafólks í kolonihaven þeirra en þau ætla að hefja vorverkin í dag. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir þessu fyrirbæri heima, er hér um að ræða afmörkuð sumarhúsasvæði, alla jafna inni í miðri byggð (kartöflugarðarnir gömlu koma e.t.v. næst þessu fyrirbæri). Húsin eru oftast nær afar lítil, 8-18 m2, og umlukin litlum garði og hekki. Einstaka rækta kartöflur og annað grænmeti en einkum eyða fjölskyldur og vinir sumarfrídögum sínum í þessum litlu gróðurvinjum ef þær eru ekki að spóka sig á ströndinni. En sólin skín á Fjóni í dag og gefur von um bjarta sumardaga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Ég vona bara að vorið sé komið hjá ykkur. Er að spá í að fljúga yfir pollinn í sumar, á son í Köben, það er alltaf svo gaman að koma til Danmerkur, þótt ekki sé nema bara til að tala og hlusta á almennilega dönsku. Gleðilegt sumar
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 17:59
Sæll. Bara að kasta kveðju og jú, kannski að fá sólarglætu fá Kóngsins ríki. Góðar kveðjur í Danaveldi. Sveinn Hjörtur. ps. Sendu nú sólina á Frónið!
Sveinn Hjörtur , 25.3.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.