27.3.2007 | 09:24
Blessuð Lóan
Til hamingju með komu Lóunnar. Það er fátt jafn mikill gleðigjafi og koma þessa rómaða fugls. Það er ekki laust við að bros leiki um andlitið og geri að engu þá staðreynd að Vetur konungur hefur enn ekki sleppt tökum sínum á Fróni. Hér í Danmörku er allt útlit fyrir að vorið sé komið en mikið sakna ég Lóunnar. Það kemur ekkert í stað hennar. Reyndar líður mér eins og skáldunum forðum sem ortu dýr kvæði til Íslands en munurinn er vitanlega sá að leiðin heim er styttri nú en fyrir hundruðum ára og ég hef ekki enn uppgötvað skáldagáfuna.
Lóan er komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Já, er hún komin blessunin! Amma mín, Ólína Hjartardóttir, systir Hallbjarnar Hjartarssonar, var alltaf kölluð Amma Lóa. Lóan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Félagi minn ,,særði" mig eitt sinn þegar ég sagði honum það að Lóan væri uppáhald hjá mér; Já mér líka, saðgi hann, sérstaklega með smá rjóma á pönnunni og létt steikt. Það er flott!
Sveinn Hjörtur , 27.3.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.