Alvitrir kenningasmiðir úr takti við raunveruleikann

Ég hjó eftir því að einn frambjóðandi Vg túlkaði þessa niðurstöðu sem svo að umhverfisflokkarnir hefðu meirihluta skv. þessari skoðanakönnun. Slíkt tel ég ofmælt ef meiningin er sú að Sf boði einnig stopp á alla uppbyggingu orkuvera og stóriðju. Í hverju sveitarfélaginu á fætur öðru stendur Sf að baki áhuga um slíka uppbyggingu, og jafnvel Vg einnig. Slíkt er af hinu góða því það gengur ekki að kenningasmiðirnir - alviturt þéttbýlisfólk sem ekki er í takt við raunveruleikann víða á landsbyggðinni - ráði alfarið ferðinni. Enda veit fólk úti á landi sem er að uppbygging sem snýst um að tína fjallagrös er hugarburður eða í besta falli grín.
mbl.is Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband