1.4.2007 | 19:10
Vorilmurinn og villt dýr í garðinum heima
Dagur að kveldi kominn og kvöldmaturinn situr þægilega. Síðdeginu eyddi ég með vinafólki í "kartöflugarðinum" þeirra. Sólin skein í heiði og hitinn um 15 gráður. Fána hreyfði ekki og vorblómin breiddu út faðminn og milda angan. Börnin léku sér á meðan fullorðna fólkið sinnti garðstörfum á milli þess að slappa af og njóta tilverunnar. Um þrjú leytið ákvað dauðhrætt dádýr að stytta sér leið í gegnum garðinn, sem ekki hefði verið í frásögur færandi, nema fyrir það að garðurinn liggur næstum því í miðri Odense borg. Dádýrið hoppada yfir 4 feta hátt hekkið í glæsilegri sveiflu og áfram yfir í næstu garða þar til það hvarf sjónum okkar. Síðar fréttum við það frá nágrönnum að þrjú dádýr héldu til í skóglundi þar nálægt. Þetta hristi upp í annars tíðindalitlu en afar ánægjulegu og sólríku vorsíðdegi í faðmi góðra vina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú verður liklegast vel birgur af kartöflum í haust.
Birgir Guðjónsson, 1.4.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.