Danski bankinn flautar af verðfall

Ég sagði frá því 18. mars að Danski bankinn hefði ásamt öðrum spáð mögulegu verðfalli á danska fasteignamarkaðnum. Talið var að 25% líkur væru á fjórðungsverðfalli í stærri borgum, þar sem verðhækkanir hafa verið hvað mestar á síðustu misserum. Fáum dögum síðar birtust upplýsingar um að verð hefði lækkað og skömmu þar á eftir voru 100 ára fasteignalán kynnt.

Nú bregður svo við að Danski bankinn ráðleggur væntanlegum fasteignakaupendum að bíða ekki eftir mögulegu verðfalli, því það muni ekki koma. Bankinn gengur jafnvel svo langt að hvetja til kaupa strax. Hér er um að ræða kúvendingu frá fyrri áætlunum sérfræðinga, sem vart eru 17 daga gamlar. Getur verið að verðaðlögun í upphafi árs og nýju 100 ára lánin hafi náð að stöðva flóttann? Forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu mála og fá skýringar á breyttu mati bankans og hvort aðrir taki undir með sérfræðingum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Ólafur,

Ráðlegg þér að hlusta svona mátulega á Den Danske Bank. Strax og þú heyrir tölur um 25% verðfall þá ættir þú að hlusta með verulega gagnrýnu hugarfari á "sérfræðingana".  100 ára ömmu-afa lánin stöðvuðu engan flótta, því hann var ekki fyrir hendi. Tel síðan að það verði ekkert sérstaklega spennandi að fylgjast með framvindu mála, allavegann næstu 6 mánuði. 

Birgir Guðjónsson, 3.4.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Ólafur Als

Fasteignaviðskipti höfðu dregist verulega saman yfir háveturinn og yfir á nýja árið. Veit ekki hvaðan þú hefur þínar upplýsingar. 75% líkur voru jú á, að ekki yrði verðfall. Það var sameiginlegt álit fjölmargra sérfræðinga, jafnhliða því að sumir þóttust jafnvel sjá merki um endurbata í ljósi upplýsinganna sem komu fram fyrir 3 vikum. Markaðurinn hafði brugðist við minnkandi sölu með lækkunum á fasteignaverði á stóru mörkuðunum (Køben og Århus) og þessum 100 ára lánum en á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða um áhrif þessara viðbragða, öðruvísi en benda á að svo virðist sem markaðurinn hafi rétt sig af. Mín spá er að markaðurinn verði stöðugur næsta misserið og jafnvel lengur. Við sjáum hvað setur.

Ólafur Als, 4.4.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband