6.4.2007 | 11:24
Píslarganga Krists
María horfir á son sinn í blóđi sínu. Líkami hans ber vitni um miskunnarleysi rómverskra hermanna, sem hafa látiđ svipur sínar ganga miskunnarlaust á baki hans og herđum, lendum, fótum og andliti. Forysta andlegra leiđtoga ţjóđar hennar hefur afneitađ syni hennar, kramiđ drauma hennar undir fótum sér og vill hann líflátinn uppi á krossi. Hvers á hún ađ gjalda? Á sonur hennar skiliđ slíka mannvonsku, slíkt hatur í sinn garđ?
Jesús getur ekki boriđ krossinn einsamall upp á hćđina. Barsmíđarnar hafa rćnt hann nćr öllum mannlegur mćtti. Sérhver taug í líkama hans biđur um náđ, sérhver andardráttur kallar fram sársauka og sérhvert skref er ţjáning. En ţađ er jafnframt skrefiđ heim. Heim til upprunans. Í átt ađ friđi og von manna um eilífa sáttargjörđ viđ skaparann. Hvers eiga ţeir ađ gjalda sem gleđjast svo yfir ţjáningu hans?
Međ vinstri hendi stýra rómversku hermennirnir nöglum í gegnum hendur og fćtur mannsins frá Nasaret. Ţyrnikórónan er sársaukafullur minnisvarđi um háđ titilsins: Konungur Gyđinga. Hinn krossfesti ákallar föđur sinn: Fađir, miskunna ţeim, ţví ţeir vita ekki hvađ ţeir gjöra. Međaumkun okkar međ hinum krossfesta er um leiđ međaumkun međ ţeim sem hafa pínt hann og spottađ. Og móđirin horfir á líf sonar síns ţverra uppi á krossinum og biđur engla himins um miskunn. Ađ sársaukinn megi hverfa.
Kristur finnst hann yfirgefinn. Meira ađ segja af föđur sínum. Sársaukinn og niđurlćgingin er anda hans nćstum um megn og fađirinn lýtur undan í sorg. Ađ endingu gefst líkaminn upp. Lambinu hefur veriđ slátrađ. Verkiđ er fullkomnađ og Kristur felur anda sinn í hendur föđurnum. Ósigur líkamans breytist í sigur andans og von um endurlausn. Von um nýjan sáttmála. Hver veit?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.