Enn er von hjá Leeds Utd.

Mínir menn höfðu það og unnu 2:1 yfir Plymouth með marki undir lok leiks. Denni þurfti vitanlega að vera uppí stúku en Leedsarar létu það ekki á sig fá. Hagstæð önnur úrslit síðustu umferða gerir það að verkum að þeir eru nú einu stigi fyrir ofan fallsæti. Á sama tíma var annað lið í vandræðum, West Ham, einnig að vinna góðan sigur og hefur á skömmum tíma gefið sínum mönnum eilitla von.
mbl.is Leeds komið úr fallsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hélt að ég hefði bloggað hérna áðan, en það er allavega ekki inni. Allavega, kallinn minn gleðst yfir þessum fréttum því hann er eitilharður Leedsari og gefst ekki upp.  Verra fannst mér að sjá hvað Arsenal voru slakir, en ég get alveg unnt West Ham því á fá stig, vonandi falla þeir ekki, það væri svo hundfúlt fyrir Eggert

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Jebb, þetta er sko ekki búið. Bara rétt að byrja. Við tökum þetta á lokasprettinum og ekkert verra að maðurinn með rangnefnið skulí vera í stúkunni. Hann á eitthvað erfitt með sig, kallinn, en virðist þó loksins vera farinn að gera eitthvað rétt á æfingum.

arnar valgeirsson, 8.4.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Ólafur Als

Kominn tími á að leggja drög að góðum árangri. Sá leik með okkar mönnum í sjónvarpi í upphafi tímabils og fannst sem spilamennskan gæfi tilefni til góðra verka. Annað kom á daginn. Verst að svona langur tími liði fram að góðum úrslitum. Nú eru 5 leikir fram að lokum tímabils og eins gott að drengirnir klári dæmið. Vonandi eru góðir dagar framundan.

Ólafur Als, 8.4.2007 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband